febrúar 2016
Jafnvægi í daglegu lífi – lifðu núna
Að upplifa jafnvægi í daglegu lífi stuðlar að bættri heilsu og vellíðan. Þegar það er gott jafnvægi á milli eigin umsjár, þeirra starfa sem við sinnum, áhugamála og hvíldar líður okkur vel. Það er misjafnt á milli manna hvar við finnum þetta góða jafnvægi, það sem er skyldustarf fyrir einn getur verið gleðigjafi fyrir annan og öfugt. Gott jafnvægi er þegar við getum haldið utan um það sem er ætlast til að við gerum, okkur langar til að gera og það sem við þurfum að gera. Því er mikilvægt að skoða hlutverk sín reglulega án þess að bera þau saman við hlutverk annarra og vera tilbúin að breyta til að öðlast betra jafnvægi.