október 2015
Matur eða mauk – skiptir útlitið máli?
Já – reyndar! Vinsældir drykkja og þeytinga ýmiss konar, sem gerðir eru með því að mauka og þeyta saman mat, svo sem ávexti, grænmeti og fleira, hafa vaxið verulega á síðustu árum. Nú er svo komið að margir fullnægja hluta af orkuþörf sinni með því að drekka slíka drykki í stað þess að tyggja og borða matinn sem fer í drykkinn. Að mörgu leyti er þetta skemmtileg þróun sem eykur fjölbreytni og gefur nýtt bragð, enda hafa blogg og matreiðslubækur verið frábærlega uppáfinningasamar við að koma alls kyns uppskriftum á framfæri. Þetta getur jafnvel orðið til þess að einstaklingur sem áður borðaði lítið af ávöxtum og grænmeti er farinn á fá meira af þeim vegna þess að drykkirnir höfða frekar til hans. Sú þróun er virkilega jákvæð.
júní 2017
Blóðsykursveiflur eftir máltíð – má bjóða þér vinalegan vals eða trylltan tangó?
Vinalegan vals ef þú spyrð líkama þinn. Honum virðist líða betur í þannig sveiflu. Þrátt fyrir það sýna sölutölur matvæla að mörg okkar bjóðum honum upp í trylltan tangó þar sem engin miskunn er sýnd. Við borðum mat sem lætur blóðsykurinn stíga hratt upp - upp - upp, líkaminn reynir í örvæntingu að sporna við þessu áhlaupi með því að þrýsta honum hratt niður – niður - niður sem í sjálfu sér getur gert okkur svengri svo við borðum eitthvað sem ýtir honum upp – upp - upp og svo heldur ballið áfram – svona í grófum dráttum.
október 2024
Auglýsingar: Veiðileyfi á börn
Nýlega bönnuðu Bretar allar auglýsingar til barna fyrir klukkan níu á kvöldin. Auglýsingar á netinu fyrir ruslfæði verða ekki heldur leyfðar samkvæmt nýjum reglum stjórnvalda. Bannið mun taka gildi í október 2025. Norðmenn hafa nýlega einnig sett strangar reglur um auglýsingar til barna, þó að skortur á eftirfylgni hafi þegar verið gagnrýnd.
október 2024
Hvers vegna borðum við það sem við borðum?
Hvað borðaðir þú í gær? Á hvaða tíma? Með hverjum? Og hvað stýrði vali þínu á mat og drykk? Flókið samspil margra ólíkra þátta, sem sumir tengjast innbyrðis, hefur áhrif á það hvað við veljum að borða og drekka. Í þessu blaði er sjónum beint að fæðuumhverfinu sem samanstendur bæði af áþreifanlegum en ekki síður óáþreifanlegum þáttum sem móta ákvarðanir okkar um fæðuval.