febrúar 2019
Leikjaröskun
Hin stafræna tæknibylting hefur haft miklar framfarir í för með sér. Vandinn er sá að henni fleygir hraðar fram en færni okkar til þess að umgangast hana. Börn og unglinga þarf að vernda fyrir ofnotkun og misnotkun þessarar tækni. Ekki ríkir eining um meinsköpunarferla og greiningarskilmerki fyrir alvarlegan netávana eða netfíkn (internet addiction) en þó er um vaxandi vandamál að ræða á heimsvísu. Mestur er vandinn í austurlöndum fjær þar sem hin stafræna bylting reið fyrst í garð. Þar líta stjórnvöld á hina stafrænu tæknibyltingu sem orsök lýðheilsuvanda.