febrúar 2017
Vítt og breitt um forvarnir – frábærar jafnt sem fánýtar
Eitthvað hlýt ég að hafa verið annars hugar þegar ég svaraði játandi bón ritstjóra SÍBS blaðsins um að skrifa hugleiðingu í næsta tölublað. Verkefnið var að skrifa eitthvað um forvarnir á villigötum. Úff… Hvernig geta forvarnir verið á villigötum? Er hægt að segja eitthvað neikvætt um forvarnir? Að koma í veg fyrir sjúkdóma og vanheilsu hlýtur jú alltaf að vera gagnlegt - eða hvað? Ja, það er auðvitað alveg hægt að finna dæmi þar sem forvarnir hafa ekki tekist sem skyldi eða hugtakið notað á rangan hátt. Þegar ég fór að hugsa um þetta varð mér ljóst að efnið er víðfeðmt og til þess að gera því vönduð skil þyrfti eiginlega að skrifa heila bók. Hér verður því farið vítt um völl og tæpt á dæmum.
júní 2018
Sykur, skattur og skárri heilsa
Enginn vafi leikur lengur á um að ofneysla sykurs sé heilsuvá. Notkun íslendinga á sykri er langt umfram það sem heilsusamlegt getur talist. Gosdrykkjaneysla er mun meiri hér en á hinum Norðurlöndunum og þó telst hún mikil þar.Talið er að við neytum þrefalt meira magns af viðbættum sykri en skynsamlegt er.