febrúar 2019
Stafrænn borgari
Verzlunarskóli Íslands hefur um árabil tekið þátt í erlendu samstarfi með styrkjum frá Evrópusambandinu. Styrkjakerfið gengur nú undir nafninu Erasmus+. Í okkar tilviki er ferlið þannig að sótt er um styrk fyrir samvinnu framhaldsskóla í Evrópu. Hér er ætlunin að segja stuttlega frá einu slíku verkefni sem er tveggja ára samstarfsverkefni sex skóla frá jafnmörgum löndum; Íslandi, Frakklandi, Þýskalandi, Slóveníu, Portúgal og Tyrklandi.