maí 2021
Tækifærin liggja í heimaþjónustu
Með hækkandi lífaldri þjóðfélagsþegna og hraðara gegnumstreymi á sjúkrahúsum, útskrifast einstaklingar veikari heim af sjúkrahúsum með fjölþætta sjúkdóma og flóknari þarfir. Það kallar á breyttar áherslur í heimaþjónustu, aukna þekkingu starfsfólks og færni til að takast á við flókin heilsufarsvandamál. Áhersla er lögð á að koma til móts við grunnþarfir einstaklinga sem misst hafa færni í að sjá um sig sjálfir og gera þeim þannig kleift að búa lengur heima með reisn.