október 2015
Breyttar áherslur í mataræði
Á síðustu áratugum hefur dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóms lækkað verulega hér á landi eins og annars staðar á Vesturlöndum. Þetta má fyrst og fremst þakka góðum árangri í forvarnarstarfi og framförum í meðferð sjúkdómsins. Minni reykingar, lægra kólesterólmagn í blóði og betri blóðþrýstingsstjórnun eru þeir þættir forvarna sem virðast hafa skipt mestu máli hér á landi.
október 2017
Áhrif bólgu á hjarta og æðasjúkdóma
Mikill árangur hefur náðst í baráttunni við kransæðasjúkóma hér á landi eins og víðast hvar á Vesturlöndum. Þetta ber að miklu leyti að þakka lækkandi tíðni reykinga, lægra kólesteróli í blóði og betri blóðþrýstingsstjórnun.
júlí 2019
Tengsl streitu og áfalla við hjarta- og æðasjúkdóma
Í dag er flestum ljóst að lífsstíll sá er við tileinkum okkur hefur mótandi áhrif á heilsu okkar og lífsgæði. Þannig höfum við sjálf ótal tækifæri til að auka vellíðan og draga úr líkum á sjúkdómum.
júní 2020
Áhrif hreyfingar á heilsu og sjúkdóma
Talið er að skortur á hreyfingu og líkamsrækt sé alvarlegt heilsufarsvandamál víða um heim og auki líkurnar á langvinnum lífsstílstengdum sjúkdómum.