október 2014
Forvarnastefna fyrir þjóðarhag
Vestræn samfélög standa nú á þeim tímamótum að í fyrsta sinn er raunveruleg hætta á því að næsta kynslóð lifi skemur en sú sem á undan gekk. Um er að kenna langvinnum sjúkdómum sem tengjast lífsstíl og standa nú þegar fyrir stærstum hluta ótímabærs dauða og örorku meðal Íslendinga. Talið er að að 86% dauðsfalla í Evrópu megi rekja til þeirra.