mars 2023
Dagsbirta og lýsing á heimilum
Í fullkomnum heimi hefðum við öll gott aðgengi að dagsljósi á þeim tíma sólarhringsins sem við ætlum að vakna og vera vakandi. Við byggjum í og myndum vinna í þannig húsnæði að við hefðum greiðan aðgang að gluggum þar sem vel sæist til himins og einnig hefðum við útsýni yfir gróður og jafnvel annað fólk eða dýr. Í þessum fullkomna heimi myndum við vaxa og dafna.