febrúar 2015
Starfsgetumat í stað örorkumats
Síðustu ár hefur fjölgað mjög í hópi þeirra sem eru utan vinnumarkaðar sökum skertrar starfsgetu. Árið 1999 var tekinn upp nýr örorkumatsstaðall hjá Tryggingastofnun Ríkisins sem byggði eingöngu á læknisfræðilegum forsendum og skiptist í mat á líkamlegri og andlegri færni. Þetta var þónokkur breyting frá því sem áður var en fyrir upptöku nýs örorkumatsstaðals byggði örorkumatið á læknisfræðilegum forsendum að teknu tilliti til félagslegra og fjárhagslegra þátta.