júlí 2019
Áföll og gigtsjúkdómar
Þegar sjúklingar með gigtsjúkdóma leggja sjálfir mat á hvað geri einkenni gigtsjúkdóms verri – eða hafi jafnvel valdið honum – nefna þeir oft streitu og sálræn áföll. Áföll á borð við makamissi, veikindi og erfiðleikar barna eru oft nefnd en einnig minni áföll og streituvaldandi þættir, sem margir lenda í, eins og mistök í starfi, erfið félagsleg samskipti eins og ágreiningur og deilur.