október 2016
Geðheilbrigðisþjónusta við börn frá 0-18 ára
Þekking sem hefur komið fram á síðustu árum og áratugum um heilaþroska barna og afleiðingar streitu og áfalla í bernsku hefur sýnt á ótvíræðan hátt að streita og áföll í bernsku hefur langvarandi áhrif á heilsu og velferð einstaklingsins til framtíðar. Það er því mikilvægt að þau börn sem sýna einkenni geðheilsu- og/eða tilfinningavanda fái viðeigandi snemmtæka íhlutun til að minnka þjáningu, veikindi og kostnað sem hlýst af því að vanrækja þennan hóp.