júní 2015
Í formi fyrir golfið
Á undanförnum árum hafa vinsældir golfíþróttarinnar aukist gríðarlega. Aðstæður til iðkunar hafa batnað þrátt fyrir erfitt veðurfar og möguleiki á æfingum innanhúss gerir kylfingum kleift að æfa einnig yfir vetrartímann. Mikil aukning er á framboði golfferða til útlanda allan ársins hring og eftirspurn hefur aukist að sama skapi.