febrúar 2025
Heilsa þjóðar – leiðin áfram
Í góðri heilsu felast mikil lífsgæði, það vita landsmenn en 80% þeirra meta heilsu það mikilvægasta þegar kemur að eigin lífsgæðum. Íslenskt heilbrigðiskerfi er í grunninn gott, þökk sé framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólki. Það er þó margt sem betur má fara og eru heilbrigðis- og velferðarmál meðal áhersluatriða ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Fyrst af öllu er þó að ná stjórn og stöðugleika í efnahagsmálum landsins og að vinna að aukinni verðmætasköpun; það eru forsendur þess að við getum fjárfest enn frekar í velferð.