Hvað viltu vita? 

 

Greinasafn SÍBS tekur til, næringar, hreyfingar, andlegrar líðan, lýðheilsu, streitu og svefnvandamála

Skoða nánar

Greinar

Já – reyndar! Vinsældir drykkja og þeytinga ýmiss konar, sem gerðir eru með því að mauka og þeyta saman mat, svo sem ávexti, grænmeti og fleira, hafa vaxið verulega á síðustu árum. Nú er svo komið að margir fullnægja hluta af orkuþörf sinni með því að drekka slíka drykki í stað þess að tyggja og borða matinn sem fer í drykkinn. Að mörgu leyti er þetta skemmtileg þróun sem eykur fjölbreytni og gefur nýtt bragð, enda hafa blogg og matreiðslubækur verið frábærlega uppáfinningasamar við að koma alls kyns uppskriftum á framfæri. Þetta getur jafnvel orðið til þess að einstaklingur sem áður borðaði lítið af ávöxtum og grænmeti er farinn á fá meira af þeim vegna þess að drykkirnir höfða frekar til hans. Sú þróun er virkilega jákvæð.

lesa meira

Fæðubótarefni eru í tísku, þau eru fjölmörg og mikið auglýst, mörg hver með loforðum um bætta heilsu og árangur. Auk þess er fólkið sem auglýsir þau oftast í mjög flottu formi samkvæmt stöðlum nútíma samfélags. Því má telja nokkuð eðlilegt að fæðubótarefni þyki spennandi og að fólk, sér í lagi yngri kynslóðin, prófi þau, bara til að reyna hvort þau virki og henti. Það getur verið allt í lagi ef um örugg fæðubótarefni er að ræða en ef það endar með því að einstaklingurinn nærist að miklu leyti á dufti, drykkjum og pillum þá hefur skapast tiltekið ójafnvægi sem er ekki gott fyrir heilsuna þegar til lengri tíma er litið.

Það að setjast niður og borða máltíð með öðru fólki er líka hluti af menningu okkar, samveru við aðra og andlegri vellíðan.

lesa meira

Líkaminn okkar er kraftaverk. Því meira sem ég læri um þetta magnaða sköpunarverk því meiri virðingu fyllist ég fyrir þessu flókna samspili ólíkra þátta sem starfa saman sem ein heild. Það sem gerir þetta líka svo heillandi er hversu ólíkir líkamar okkar eru og hversu ólíkt þeir bregðast við umhverfinu þó ákveðnir þættir séu vissulega sambærilegir í hverjum mannslíkama. 

lesa meira

Síðastliðið haust stóð SÍBS fyrir göngunámskeiði fyrir almenning í samvinnu við Einar Skúlason, sem er í forsvari fyrir gönguhópi sem kallast Vesen og vergangur. Það gekk svo vel að ákveðið var að efni til annars göngunámskeiðs í vor og í framhaldi af því sérstakrar áskorunar undir yfirskriftinni 100 kílómetrar á fjórum vikum.

„Ég á félaga sem hefur verið að vinna í tengslum við SÍBS,“ segir Einar þegar ég hitti hann til að forvitnast nánar um þessar gönguferðir. „Hann hafði fylgst með okkur í Veseni og vergangi og vissi af áhuga innan SÍBS um að standa fyrir námskeiðum fyrir almenning í heilsumálum.

lesa meira

Á undanförnum árum hafa vinsældir golfíþróttarinnar aukist gríðarlega. Aðstæður til iðkunar hafa batnað þrátt fyrir erfitt veðurfar og möguleiki á æfingum innanhúss gerir kylfingum kleift að æfa einnig yfir vetrartímann. Mikil aukning er á framboði golfferða til útlanda allan ársins hring og eftirspurn hefur aukist að sama skapi.

Fyrir alla aldurshópa

Vinsældir golfsins má rekja til margra þátta. Íþróttin hentar fólki á öllum aldri og er kjörin fjölskylduíþrótt þar sem fjölskyldan getur sameinast í gleði og útiveru. Golfið er krefjandi, bæði líkamlega og hugarfarslega, og stöðugt er hægt að bæta árangur og setja sér ný markmið.

lesa meira

BjornGeirÁvanabindandi óhollusta 

Enginn vafi leikur lengur á um að ofneysla sykurs sé heilsuvá. Notkun íslendinga á sykri er langt umfram það sem heilsusamlegt getur talist. Gosdrykkjaneysla er mun meiri hér en á hinum Norðurlöndunum og þó telst hún mikil þar.Talið er að við neytum þrefalt meira magns af viðbættum sykri en skynsamlegt er.

Í starfi mínu við meðferð offitusjúkdómsins kynntist ég því vel hvernig sykur og jafnvel hægari kolvetni svo sem hveitivörur taka völdin af þeim sem fallið hafa fyrir offitusjúkdómnum. Sykur er ávanabindandi og þeim mun meiri sem þyngdin er, því erfiðara er fyrir einstaklinginn að ráða við vandann án aðstoðar.

Afleiðingar of mikillar sykurneyslu þarf varla að fjölyrða um en þær helstu eru offita, sykursýki og tannáta, vandamál sem kosta samfélagið og fórnarlömbin mikið fé og lífsgæðaskerðingu. Offita og sykursýki eru vaxandi lýðheilsuvandi og eru löngu komin fram úr tóbaksneyslu í umfangi.

lesa meira