Hvað viltu vita? 

 

Greinasafn SÍBS tekur til, næringar, hreyfingar, andlegrar líðan, lýðheilsu, streitu og svefnvandamála

Skoða nánar

Streita og svefn

Góður nætursvefn er mikilvæg grunnstoð heilsu líkt og hreyfing og næring.  Þó svefninn veiti okkur nauðsynlega hvíld er þetta mjög virkt ástand þar sem mikil vinna á sér stað bæði í líkama og sál.  Líkaminn er bæði að endurnæra sig og byggja sig upp þegar við sofum og skortur á svefni getur haft margvíslegar neikvæðar afleiðingar á heilsu og líðan.

Rannsóknir hafa sýnt að skertur nætursvefn eykur magn bólguefna í líkamanum sem getur valdið ýmsum sjúkdómum ef bólgur eru viðvarandi. Auknar bólgur í líkamanum eru í raun eðlileg svörun ónæmiskerfisins við sýkingum og meiðslum.  Bólgur eru þannig gjarnan fyrstu viðbrögð líkamans við utanaðkomandi innrás eða áfalli.  Ónæmiskerfið bregst við slíku með bólgum meðan verið er að vinna bug á meininu.  Þegar líkaminn jafnar sig og nær að vinna á sýkingum og meiðslum dregur jafnan úr bólgum á ný. 

lesa meira

Við eyðum um þriðjungi ævinnar sofandi og á meðan gerist gríðarlega margt í líkama okkar. Svefn er þannig virkt ástand þar sem eiga sér stað mikilvæg ferli sem stuðla að endurnýjun og enduruppbyggingu á frumum líkamans.

Við búum við þær sérstöku aðstæður á Íslandi að hér er myrkur meiri hluta sólarhringsins yfir vetrarmánuðina á meðan birtan er allsráðandi á sumrin. Þótt flestir Íslendingar séu orðnir vanir þessum aðstæðum og sofi vel jafnt á björtum sumarnóttum sem og í svartasta skammdeginu eru sumir viðkvæmir fyrir þessum birtubreytingum. 

lesa meira

Innri móðurklukka líkamans, lífsklukkan, er afmarkaður klasi af taugafrumum í undirstúku heilans. Í frumum lífsklukkunnar er takturinn sleginn og vísindamönnum hefur tekist að einangra genin sem liggja þar að baki, svonefnd klukkugen. Dægursveiflur þar mælast 24 klukkustundir en þó einungis að því gefnu að réttar upplýsingar berist um stöðu jarðar gagnvart sólu, þ.e. ytri tímann. Slík tímamerki eru margvísleg í umhverfinu en dagsbirtan er þar þýðingarmest. Hitastig í umhverfinu er einnig mikilvægt tímamerki sem og ýmis umhverfishljóð, t.d. fuglasöngur á morgnana, hljóðin þegar borg vaknar til daglegs lífs (strætóferðir, dagblöð inn um bréfalúguna o.fl.) og ennfremur félagsleg samskipti og nákvæmlega tímasett atvik, s.s. hádegisfréttir, sjónvarpsdagsskrá, matmálstímar. 

lesa meira

Vaknar þú endurtekið á nóttunni og átt erfitt með að sofna á ný? Vaknar þú of snemma á morgnana og átt erfitt með að sofna á ný? Finnur þú fyrir pirringi, orkuleysi og/eða einbeitingarskorti á daginn? Notar þú svefnlyf að staðaldri?

Ef þú svarar einhverjum þessara spurninga játandi er líklegt að þú þurfir að skoða svefnvenjur þínar og gera breytingar sem stuðla að betri svefni. 

Svefn er ein af grunnstoðum andlegrar og líkamlegrar heilsu ásamt reglubundinni hreyfingu og hollu mataræði. Þrátt fyrir það höfum við tilhneigingu til að gleyma mikilvægi svefnsins og jafnvel stæra okkur af því að sofa sem minnst og hefur stuttur svefn gjarnan verið tengdur dugnaði og atorku. Hver kannast ekki við sögur af þekktum þjóðarleiðtogum, ofurmennum og atorkufólki sem segist einungis sofa örfáar klukkustundir á sólarhring? Hver hefur tíma til að sofa lengi í nútímasamfélagi?

lesa meira

Á eitthvað af þessu við þig síðustu mánuði eða ár: Vaxandi orkuleysi, þreyta, óskiljanlegur pirringur, minni þolinmæði, erfiðeikar með svefn, einbeitingarskortur, auknar áhyggjur og erfitt að vera í núinu?

Hvar er best að byrja?

Það fyrsta sem þarf að gera er að skilja ástandið. Taka sér tíma til að átta sig á einkennunum, hvaða streituvaldar eru undirliggjandi og öðlast innsýn inn í streitukerfið. Flestir ef ekki allir hafa upplifað einhvers konar álag í styttri eða lengri tíma. Flestum finnst það óþægilegt, jafnvel mjög óþægilegt og verða hreinlega óttaslegnir, sérstaklega ef streitueinkennin verða sterk og hafa neikvæð áhrif á líðan okkar, daglegt líf og störf.

lesa meira

Mannleg tengsl og samskipti eru okkur manneskjunum lífsnauðsynleg. Það má segja að það besta sem við upplifum á lífsleiðinni eigi sér stað í samskiptum við aðra. Bestu stundir okkar eru yfirleitt þegar við eigum í ánægjulegum samskiptum og finnum fyrir tilfinningalegri nánd við aðra manneskju. Sama má segja um okkar verstu stundir, en þær tengjast oftast missi, rofnum tengslum eða samskiptum sem eru á einhvern hátt erfið eða vond. Leikni okkar í samskiptum byggir að verulegu leyti á hæfileikanum til að tjá okkur. Á því byggir allt mannlegt samfélag. Grunnurinn að hæfni okkar í mannlegum samskiptum er að miklu leyti lagður strax í frumbernsku.

lesa meira