Hvað viltu vita? 

 

Greinasafn SÍBS tekur til, næringar, hreyfingar, andlegrar líðan, lýðheilsu, streitu og svefnvandamála

Skoða nánar

Lýðheilsa

GLjuni2018Það getur virst yfirþyrmandi verkefni að takast á við lífsstílinn. Það hljómar stundum eins og allir eigi að fara út að hlaupa eða í ræktina og á okkur dynja misvísandi skilaboð um hvað sé hollt og hvað óhollt.

Þegar betur er að gáð eru engar töfralausnir til varðandi lífsstíl og áhrif hans á langvinna sjúkdóma svo sem hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, sum krabbamein og fleiri sjúkdóma. Þetta felst allt í smáatriðunum.

Lífsstíll er ekkert annað en samsafn lítilla ákvarðana sem við tökum á hverjum degi, og með því að bæta þessar ákvarðanir mun mikið ávinnast hvað varðar heilsu og líðan. Hér á eftir eru sett fram þrjú atriði um þrjá grunnþætti heilbrigðs lífsstíls til að hjálpa þeim af stað, sem vilja bæta lífsstílinn.

lesa meira

tryggviÞorgeirssonÞað er til sá vegur sem beinir okkur til góðrar heilsu. Við veginn mætti hugsa sér að standi þrír stórir vegvísar sem á er ritað,,Borðum hollt”, ,,Hreyfum okkur”, og ,,Gætum að streitunni”. Mikilvægi þessara skilaboða fyrir heilsuna dylst engum. Þau eru öll skynsamleg og staðfest með fjölda rannsókna. Vegurinn til góðrar heilsu getur þó verið vandrataður. Við þekkjum það líklegast flest hversu auðvelt er að bruna framhjá vegvísunum og gleyma því að hlýða boðunum.

Líkt og gjarnan á við um lýðheilsuskilaboð hljóma vegvísarnir fremur óspennandi. Svart-hvítar upplýsingar og staðreyndir sem innihalda þurra tölfræði: ,,Gakktu 150 mínútur á viku og þú minnkar líkur á að fá sykursýki um 20%”. Við sama veg standa önnur áhugaverðari skilti. Þau eru litrík og skemmtileg, með fallegum myndum og auglýsa vörur á borð við ís, gos og sælgæti sem losa boðefni í heilanum sem láta okkur líða vel hér og nú. Við könnumst væntanlega öll við að hafa látið þessi skilti ráða ferðinni oftar en við kærum okkur um að muna.

lesa meira

GLjuni2018Heilsulæsi felst í stórum dráttum í getu einstaklingsins til að nálgast, skilja, og hagnýta sér upplýsingar til að stuðla að góðri heilsu.(1)  Í hugtakinu felst meira en að geta lesið bækling, bókað tíma hjá heilbrigðisstarfsmanni, skilja innihaldslýsingar eða fara eftir leiðbeiningum. Heilsulæsi nær út fyrir einstaklinginn og fjölskylduna og á jafnt við um starfsumhverfi, félagslegt umhverfi og þjóðfélagið allt. Allir efnahagslegir, félagslegir og umhverfislegir þættir eru undir, og það þýðir að ábyrgðin á heilsulæsi og heilsuhegðun er ekki aðeins einstaklingsins sjálfs heldur samfélagsins alls. 

Ábyrgð einstaklingsins felst í að skilja og vera meðvitaður um hvað hefur góð áhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Sá sem er læs á eigin heilbrigði veit hvað hefur góð áhrif á heilsuna og getur lesið í ýmislegt sem á vegi hans verður og greint á milli þess sem er hollt og hins sem raskar ró hans líkamlega eða andlega. Heilsulæsi byggist þannig á því að skilja, ráða við og sjá tilganginn með hlutunum og hvernig þeir tengjast vellíðan. Með því að horfa á atburði hversdagslífsins með gleraugum heilbrigðisins höfum við skarpari sýn á leiðirnar til heilbrigðis.(2)

lesa meira

Á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ rekur SÍBS Múlalund vinnustofu SÍBS. Múlalundur er öflugt framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem þjónustar þúsundir viðskiptavina um allt land á sama tíma og það skapar störf fyrir fólk með skerta starfsorku.

„Samfélagið þarf fjölbreyttan vinnumarkað, alls konar störf fyrir alls konar fólk, því enginn getur allt en allir geta eitthvað“, segir Sigurður Viktor Úlfarsson framkvæmdastjóri. „Múlalundur stendur og fellur með öflugum stuðningi SÍBS sem hefur stutt dyggilega við bakið á fyrirtækinu í meira en hálfa öld, en Múlalundur verður 60 ára á næsta ári.

Við segjum að kaup á vörum og þjónustu frá Múlalundi sé einfaldasta samfélagsverkefnið. Viðskiptavinir panta af vefnum, senda póst eða kíkja við, við sendum vöruna hvert á land sem er, jafnvel daginn eftir, og eftir situr fjárhagslegur og verklegur stuðningur.“

lesa meira

Starfsemi Reykjalundar endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS hófst árið 1945. Framan af einskorðaðist starfsemin við þjónustu við berklasjúklinga en síðan þróaðist starfsemin yfir í það að vera alhliða endurhæfingarmiðstöð fyrir landið allt. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarmiðstöð landsins þar sem árlega koma um 1200 einstaklingar til endurhæfingar hvaðanæva af landinu. Hver einstaklingur er yfirleitt í fjórar til átta vikur í senn við endurhæfingu sem getur verið af margvíslegum ástæðum, svo sem eftir erfið og langvarandi veikindi, alvarleg slys, vegna ofþyngdar eða annarra kvilla svo sem áunninna heilaskaða. Auk þess sækja milli þrjú og fjögur þúsund manns göngudeild Reykjalundar á hverju ári. Á liðnum áratugum hafa þúsundir einstaklinga náð heilsu sinni á ný á Reykjalundi og komist aftur út á vinnumarkaðinn.

lesa meira

Þegar litið er til baka yfir sögu SÍBS og íslensku þjóðarinnar síðastliðna átta áratugi má segja að SÍBS hafi fylgt eftir íslensku þjóðlífi allan þennan tíma og að nokkru leyti speglað það. Þar koma meðal annars fram þau áhrif sem starfsemi SÍBS hafði á velferð þjóðarinnar og göngu hennar frá berklafaraldrinum til betra heilsufars. Sagan hefur leitt í ljós að þau voru afar mikil og enn er starfsemi SÍBS viðurkennd sem afar mikilvæg fyrir lýðheilsu landsmanna.

Í byrjun tuttugustu aldarinnar og allt fram á fimmta áratug hennar var berklaveikin, „Hvíti dauðinn“, skæður bölvaldur. Hún náði hámarki á árunum kringum 1930 og dánartíðnin var áfram mjög há fram á fimmta áratuginn.

lesa meira