Hvað viltu vita? 

 

Greinasafn SÍBS tekur til, næringar, hreyfingar, andlegrar líðan, lýðheilsu, streitu og svefnvandamála

Skoða nánar

Hreyfing

Þátttaka almennings í íþróttum og hreyfingu hefur aukist á undanförnum áratugum. Í dag er hreyfing hluti af lífsstíl sístækkandi hóps og jákvæð áhrif hreyfingar á almennt heilsufar er óumdeild.  Hins vegar geta ýmis stoðkerfiseinkenni fylgt aukinni hreyfingu, sérstaklega ef farið er of geyst eða álag aukið of hratt.  Þessi einkenni má flokka í bráðmeiðsli og álagseinkenni. Bráð meiðsli verða skyndilega við eitt ákveðið atvik ef lífaflfræðilegt álag á ákveðinn vef verður meira en hann þolir á ákveðnum tímapunkti.  Álagseinkenni koma oftast fram eftir ofálag yfir einhvern tíma sem leiðir venjulega til lítilla einkenna í fyrstu, en ef haldið er áfram á sama álagi versna einkenni smám saman þar til dregið er úr álagi eða því breytt.  Ef engin breyting verður á álagi þarf einstaklingur oft að breyta eða hætta sinni hreyfingu tímabundið vegna einkennanna. Sem dæmi um bráð meiðsli má nefna vöðva- og liðbandatognanir, en álagseinkenni geta t.d. verið tennisolnbogi og álagstengd einkenni frá hásinum.

lesa meira

Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir fyrir fjölskyldur í sumarfríinu. Staðirnir sem við nefnum miðast við höfuðborgarsvæðið og nágrenni þó fjöldinn allur af fallegum útivistarsvæðum fyrir fjölskyldur finnist um land allt.

Fjallganga er skemmtileg fyrir börn og eru um allt land fjöll sem henta vel fyrir þau. Gott er að taka með nóg að drekka og borða og hafa þau í góðum skóm. Mikilvægt er að laga gönguna að þeirra þörfum og hvíla sig reglulega. Setja jafnvel markmið að þegar komið er að ákveðnu tré þá fái allir smá nesti. Dæmi um fjöll sem henta vel fyrir börn eru Esja, Úlfarsfell, Búrfell og Búrfellsgjá og Mosfell.

lesa meira

Við þekkjum flest þá tilhlökkun sem fylgir því að fara í sumarfrí. Stundum eru miklar væntingar um hið fullkomna frí, svo sem ferðalög til útlanda, þar sem allir eiga að hafa það svo skemmtilegt. En áður en við vitum af nálgast haustið og sumarið er á enda. Stundum geta miklar væntingar valdið kvíða og togstreitu. Jafnvel skemmt ánægjuna að fara saman í frí. Því getur verið gott að minna sig á að þegar upp er staðið er það samvera með okkar nánustu sem skiptir meginmáli þegar sumarfrí er skipulagt. Þó að ferðir til útlanda eða nýjir hluti gleðji þá er það miklu fremur félagsskapurinn og að upplifa eitthvað nýtt sem raunverulega færir okkur hamingju. Sjaldnast þarf að fara langt til að eignast dýrmætar minningar. Með opnum hug er hægt að skapa ævintýri og skemmtun þar sem fjölskyldan nýtur þess að vera saman.

lesa meira

„Heima er best“, segir máltækið. En þegar við þurfum og viljum fara ferða okkar utan heimilis eða dvalarstaðar þurfum við að kunna að lesa umhverfið. Tökum nokkur dæmi. Þegar gengið er, eða farið um í hjólastól, þarf sá hinn sami stöðugt að líta í kringum sig og rýna eftir nálægum umferðarmerkjum, götuköntum og misfellum í gangstéttum, en jafnframt eftir einhverju áhugaverðu, honum/henni til fróðleiks og ánægju. Þetta geta verið sögulegir staðir, s.s. Alþingishúsið eða Stjórnarráðið, litskrúð náttúran eða bara fallegt umhverfið: Hljómskálagarðurinn, Laugardalurinn, Kirkjufellið, Rauðanes eða Goðafoss. Um blinda gegnir hins vegar öðru máli. Þeir þurfa bæði handleiðslu og leiðsögn til að geta upplifað slík góðgæti á framangreindum stöðum.

lesa meira

Sumarið er runnið upp og margir verða á faraldsfæti víða um land. Vinsælast er að ferðast um landið í júlí og þá er bæði fjöldi Íslendinga og útlendinga í hámarki. Sumir býsnast yfir fjöldanum á vinsælustu ferðamannastöðunum og auðvitað er mikill fjöldi samankominn á mörgum stöðum, sérstaklega á Suðurlandi. Það dregur úr náttúruupplifun að deila stað með mörg hundruð eða þúsund manns og því hlýtur að vera eftirsóknarvert að fara um svæði þar sem eru færri ferðamenn. Ég vil því hvetja landsmenn til að hugsa lengra og velta fyrir sér hvort ekki eru staðir sem þeir eiga eftir að heimsækja og skoða.

lesa meira

Vorkoman er ein sú mesta hvatning til hreyfingar og útivistar sem við getum fengið, einnig má líta á hana eina og sér sem mikla andlega næringu. Við höfum flest tilteknar væntingar til þessa árstíma og sjaldnast erum við svikin um það. Hvernig sem veðrið er þá er koma vorsins svo mikill léttir fyrir okkur eftir veturinn að við vílum ekki fyrir okkur að klæða af okkur smá rigningu og vind.

Líta má á hreyfingu og útivist, líkt og vorið, sem mikla andlega næringu á þann hátt að við getum farið burt frá daglegu amstri og jafnvel áhyggjum okkar og einbeitt okkur að því sem náttúran og umhverfið býður upp á. Það að reyna á sig hvetur líkamann til að framleiða vellíðunarhormónið endorfín sem eins og nafnið ber með sér eykur vellíðan og gefur auk þess tiltekna slökun.

lesa meira