Hvað viltu vita? 

 

Greinasafn SÍBS tekur til, næringar, hreyfingar, andlegrar líðan, lýðheilsu, streitu og svefnvandamála

Skoða nánar

Andleg líðan

Líkamsklukkan þarfnast ljóss til þess að halda réttri stillingu og samhæfingu. Það er töluvert álag á líkamsklukkuna að við Íslendingar höfum kosið að hafa „Greenwich“ tíma hér á Íslandi, en það þýðir að íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins, sem eru mikill meirihluti þjóðarinnar, eru með klukku sem gengur einni og hálfri klukkustund of snemma. Auk þess byrja íbúar Greenwich í skóla eða vinnu klukkan 9, en ekki klukkan 8 eins og tíðkast hérlendis, þannig að það má segja að Bretar fái að lúra í rúminu sínu tveimur og hálfum klukkustundum lengur en við Íslendingar.

Líkamsklukkan stýrir hundruðum ferla í líkamanum, en eitt það helsta er að ráða því hvenær menn sofa og vaka. Til þess að herða á, eða flýta líkamsklukkunni þarf sterkt ljós á morgnana, til þess að seinka henni þarf sterkt ljós á kvöldin. 

lesa meira

Oft er sagt að ekkert sé nýtt undir sólinni og það gildir sannarlega um skammdegisþunglyndi. Til eru frásagnir frá annarri öld af Grískum og Rómverskum læknum sem meðhöndluðu depurð og drunga með sólarljósi.

Á síðustu áratugum hefur þekking á lífsklukkunni og áhrifum ljóss á hana tekið miklum framförum. Árið 1984 birtist grein Norman Rosenthals og félaga sem sýndi fram á að skammdegis­ þunglyndi er sérstök tegund af þunglyndi og ljósameðferð er áhrifarík meðferð við því.

Um þunglyndi

Þunglyndi er algengur sjúkdómur, sem getur komið hjá fólki á öllum aldri og á mismunandi árstímum. Kjarnaeinkenni þunglyndis eru depurð og vanlíðan, áhugaleysi og gleðileysi, framtaksleysi, aukinn kvíði og svefntruflanir. 

lesa meira

Síðan 1968 hefur klukkan á Íslandi verið stillt á sumartíma allt árið. Sumartími gefur okkur bjartari kvöld á sumrin, en á veturna styttist birtutíminn á morgnana um rúmar sex vikur, vegna þess að við færum ekki klukkuna aftur yfir á vetrartíma. 

Á Íslandi er óvenjumikill munur á klukkunni og raunverulegum sólartíma. Þegar sólin er í hádegisstað er klukkan orðin hálftvö í Reykjavík, og því birtir um 1½ tíma seinna hjá okkur en í löndum sem stilla klukkuna rétt miðað við sólartíma. Þetta kemur ekki að sök á sumrin, því þá er sólin snemma á lofti hvort sem er og sumartíminn gefur okkur bjartari kvöld. En á veturna horfir öðruvísi við: Skammdegið hellist yfir okkur þremur vikum of snemma og sleppir tökunum þremur vikum of seint, af því við erum á sumartíma allt árið. 

lesa meira

„Ég anda að og róa líkamann. Ég anda frá og brosi. Ég dvel í núlíðandi stund, og veit að þetta er dásamleg stund.“
  Thich Nhat Hahn

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, sagði skáldið Tómas Guðmundsson og í gegnum aldirnar hefur maðurinn leitast við að öðlast skilning bæði á sjálfum sér og veröldinni í kring. Öll leitumst við eftir vellíðan og reynum að forðast vanlíðan og þjáningu, en líf allra inniheldur óhjákvæmilega eitthvað af hvoru tveggja. Öll viljum við vera heilbrigð og hamingjusöm, og notum mismunandi aðferðir til þess.

lesa meira

Ákveðin hegðun, t.d. að drekka áfengi, verður einstaklingnum miklu mikilvægari en áður og um leið mikilvægari en önnur hegðun sem áður skipti máli. Hegðun er haldið áfram þrátt fyrir að hún valdi einstaklingnum skaða.

Skilgreiningin að ofan dregur fram þrennt sem einkennir fíkn. Í fyrsta lagi er áhersla á að fíkn lýsi í grunninn hegðun eða atferli. Oftast er um að ræða neyslu á vímuefnum eins og áfengi en þarf þó ekki að vera, sbr. spilafíkn. Í öðru lagi fær fíknihegðunin forgang yfir aðra hegðun, eins og t.d. að mæta í vinnuna, sinna skóla eða tómstundum. Í þriðja lagi er aflkraftur fíknihegðunarinnar svo sterkur að hann fer að stjórna lífi einstaklingsins og að lokum valda honum skaða. Allir þessir þrír þættir verða að vera til staðar þegar talað er um fíkn.

lesa meira

Að upplifa jafnvægi í daglegu lífi stuðlar að bættri heilsu og vellíðan. Þegar það er gott jafnvægi á milli eigin umsjár, þeirra starfa sem við sinnum, áhugamála og hvíldar líður okkur vel. Það er misjafnt á milli manna hvar við finnum þetta góða jafnvægi, það sem er skyldustarf fyrir einn getur verið gleðigjafi fyrir annan og öfugt. Gott jafnvægi er þegar við getum haldið utan um það sem er ætlast til að við gerum, okkur langar til að gera og það sem við þurfum að gera. Því er mikilvægt að skoða hlutverk sín reglulega án þess að bera þau saman við hlutverk annarra og vera tilbúin að breyta til að öðlast betra jafnvægi.

lesa meira