Hvað viltu vita? 

 

Greinasafn SÍBS tekur til, næringar, hreyfingar, andlegrar líðan, lýðheilsu, streitu og svefnvandamála

Skoða nánar

Andleg líðan

RunarHelgiÍslendingar hafa mælst með hamingjusömustu þjóðum heims síðustu þrjá áratugi. Meðalhamingjan hefur verið um eða yfir átta á skalanum 1-10 samkvæmt Embætti Landlæknis. Þessi tala lækkaði eitthvað í hruninu og árin þar á eftir en hefur farið vaxandi aftur síðan. Sé litið til fjölmiðla, og ekki síst samfélagsmiðla, virðist það vera sjálfsögð krafa í nútíma samfélagi að öllum eigi að líða vel. Allir eiga rétt á því að vera hamingjusamir og lifa áhyggjulausu lífi. Ef þú ert ekki hamingjusamur, er eitthvað alvarlegt að þér og ástæða til að leita aðstoðar. Við eigum að vera ástfangin, njóta velsældar í starfi, líta óaðfinnanlega út, þéna vel og jafnvel njóta frægðar og frama.

Ef fólk er spurt hvað það vill fá út úr lífinu er svarið gjarnan á þá lund að það vilji vera hamingjusamt og eiga frábæra fjölskyldu. Einnig að vera í vel launuðu starfi sem þeim líður vel í. Það eru samt ekki allir tilbúnir til þess að leggja á sig langa vinnuviku og sinna þeim hluta starfsins sem er óspennandi, eins og pappírsvinnu eða endurtekin verkefni.

lesa meira

HugrunLinda2Hefur þú velt fyrir þér hvað það er sem skiptir þig mestu máli í lífinu? Hefur þú velt því fyrir þér hver ber ábyrgð á hamingju þinni og vellíðan, heilsu þinni og hugarfari? 

Oft erum við að bíða eftir að eitthvað verði betra eða eitthvað breytist og lagist til að við getum orðið hamingjusöm eða okkur fari að líða betur. Eða þá að við ætlum að hafa allt svo fullkomið þegar við förum í fríið eða á eftirlaunin, þá ætlum við aldeilis að njóta lífsins.

En oft virðist biðin löng, lífið ekki endilega auðvelt og vinnur ekki alltaf með okkur. Nútíminn er orðinn ansi streituvaldandi, álagið snýst um að standa sig í skóla, vinnu og einkalífi. Utanaðkomandi kröfur virðast endalausar og síast inn með auknum aðgangi að tækni eins og neti, tölvum og símum. Bæði er það óheftur aðgangur okkar að umheiminum sem og óheftur aðgangur umheimsins að okkur. Þetta á bæði við um börn og fullorðna. Við eigum erfitt með að setja okkur mörk, við viljum standa okkur vel, taka þátt í sem flestu og eigum erfitt með að forgangsraða því sem skiptir okkur mestu máli og er hjálplegast fyrir okkur. 

lesa meira

Við lifum á athyglisverðum tímum, þar sem stöðugar breytingar eru í raun eitt af því fáa sem við getum fullkomlega reiknað með. Margar þessara breytinga eru afskaplega jákvæðar - þeim fylgja tækifæri, frelsi og jafnrétti, sem við bjuggum ekki við áður. Að sama skapi hafa áratugalangar rannsóknir sýnt fram á að örar þjóðfélagsbreytingar koma gjarnan niður á félagslegri einingu samfélagsins og geta leitt af sér aukna tíðni frávikshegðunar og andlegrar vanlíðunar.

lesa meira

Meðferðin sem veitt er á offitu- og næringarsviði Reykjalundar hefur frá upphafi verið atferlismeðferð. Atferlismeðferðir við offitu, stundum nefndar lífsstílsmeðferðir komu fyrst fram á sjöunda áratugnum og hafa verið í stöðugri þróun síðan þá. Hefðbundin atferlismeðferð tekur á mataræði (s.s. matardagbók, næring matvæla, fækkun hitaeininga), hreyfingu (s.s. aukin hreyfing, fræðsla um áhrif hreyfingar) og svo er unnið með ýmsa þætti tengda atferli (s.s. takast á við áreiti í umhverfinu sem auka löngun í mat, lausnamiðuð nálgun kennd o.fl.).

lesa meira

Hlutverk iðjuþjálfunar í meðferð á offitu- og næringarsviði Reykjalundar er margþætt. Skjólstæðingar búa í langflestum tilfellum við mikið ójafnvægi í sínu lífi. Þeir upplifa mikla óreiðu, eiga erfitt með að skipuleggja sig hvort sem er varðandi mat, hreyfingu, fjölskyldu, áhugamál eða vinnu.

Skipulagt jafnvægi

Skjólstæðingar hitta iðjuþjálfa bæði í hópum og einstaklingsviðtölum á göngudeild þar sem unnið er með skipulag í daglegu lífi og farið yfir matardagbók. Hver hópur samanstendur af 3-4 skjólstæðingum. Þeir fá fræðslu um markmið og mikilvægi þess að setja sér markmið og vinna eftir þeim. Í fræðslunni er þeim gerð grein fyrir mikilvægi þess að vera með markmið að vinna eftir þegar lífstílsbreyting á sér stað. Einnig er lögð áhersla á að fólk geri sér grein fyrir að þetta sé ekki enn einn kúrinn, heldur restin af lífinu. 

lesa meira

Eðlilegt er að finna fyrir mismunandi tilfinningum og allir finna öðru hvoru fyrir depurð. Tilfinningum fylgja bæði líkamleg einkenni og hugsanir og þær hafa áhrif á hegðun. Talað er um þunglyndi þegar einkenni eru langvarandi og alvarleg, þannig að þau eru farin að hafa áhrif á daglegt líf. Þunglyndi er mjög algengt en allt að því fjórða hver kona og áttundi hver karlmaður þjáist af þunglyndi einhvern tíma á ævinni. 

Orsakir þunglyndis geta verið margvíslegar bæði tengdar erfðum og umhverfi. Má þar nefna félagslegar aðstæður, erfiða lífsreynslu, veikindi, áföll og álag. Einnig geta langvarandi streituvaldar eins og atvinnuleysi, fjárhagsáhyggjur og hjónabandserfiðleikar verið áhættuþættir. 

lesa meira