Fréttir

ArnaHarðardottirPáll Kristinn Pálsson ræðir við Örnu Harðardóttur sjúkraþjálfara um hvernig hún breytti um lífsstíl með nýjum venjum hvað varðar svefn, mataræði og hreyfingu.

Arna Harðardóttir er rúmlega fimmtug, gift og þriggja barna móðir Í Mosfellsbæ. Hún er sjúkraþjálfari að mennt og starfar sem verkefnastjóri á Landsspítalanum.

„Ég hef alla tíð verið mjög virk, farið í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku síðastliðin 30 ár, verið líkamlega sterk og getað gert það sem ég hef ætlað mér að gera,“ segir Arna. „Síðustu árin hef ég verið að glíma við aukakílóin og fyrir nokkrum árum fann ég að ég væri orðin alltof þung. Mér fannst ég ekki í góðu jafnvægi og alls ekki í því formi sem mig langaði að vera í, samt stundaði ég ræktina reglulega. Ég hef prófað ýmis prógrömm varðandi hreyfingu og mataræði og náði á tímabili ágætis árangi með Íslensku Vigtarráðgjöfunum. Þetta var fyrir um sex eða sjö árum síðan.

lesa meira

Páll Kristinn Pálsson ræðir við Guðmund Löve, framkvæmdastjóra SÍBS, um helstu áherslur og framtíðarsýn í starfi samtakanna á þessum merku tímamótum í sögu þeirra.

„Á þeim 80 árum sem liðin eru frá stofnun SÍBS hefur mjög margt breyst í samfélaginu,“ segir Guðmundur þegar við hittumst yfir kaffibolla í höfuðstöðvunum að Síðumúla 6 í Reykjavík. „Í upphafi snerist allt starfið um að sigrast á berklunum, en helstu verkefni okkar í dag lúta að heilbrigði og lýðheilsu á alla lund, einkum með tilliti til langvinnra lífsstílstengdra sjúkdóma. Það hefur þó ekki breyst að við berum áfram heilbrigði þjóðarinnar fyrir brjósti og við viljum snerta á flestum áhrifaþáttum bættrar heilsu.“

lesa meira

SÍBS Líf og heilsa býður íbúum í Mosfellsbæ og nágrenni í heilsufarsmælingu laugardaginn 26. maí næstkomandi í torginu í Kjarna - Þverholti 2 Mofsfellsbæ kl. 09-15.  

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd. 

Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í lýðheilsukönnun sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilsu.

SÍBS og Hjartaheill hafa um margra ára skeið gengist fyrir reglulegum mælingum á blóðþrýstingi og blóðgildum víða um land sem lið í vitundarvakningu um hjarta- og æðasjúkdóma. Samtök sykursjúkra og Samtök lungnasjúklinga bætust í hópinn 2017 sem lið í sínu forvarnarstarfi og þjónustu við landsbyggðina.

Í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) og sveitarfélög á Suðurnesjum verður boðið upp á heilsufarsmælingu á eftirfarandi stöðum í febrúar:

lesa meira

SÍBS Líf og heilsa býður íbúum í Vestmannaeyjum í heilsufarsmælingu fimmtudaginn 26. apríl næstkomandi í félagsheimilinu Kviku við Heiðarveg (3. hæð) kl. 12-17.  

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd. 

Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í lýðheilsukönnun sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilsu.

Stuðningsnet sjúklingafélaganna er nýr vettvangur fyrir jafningjastuðning fyrir þá sem hafa greinst með sjúkdóm og aðstandendur þeirra. Að Stuðningsnetinu standa fjórtán hagsmunasamtök sjúklinga á Íslandi og fleiri eru væntanleg til samstarfsins.

Stofnfundur félags um Stuðningsnetið verður haldinn fimmtudaginn 18. janúar kl. 18:00 í Hásal Setursins, Hátúni 10b Reykjavík (vesturendi) og mun Birgir Jakobsson landlæknir flytja opnunarávarp. 

lesa meira

logo darkSjóður Odds Ólafssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki til: 

(a) Rannsókna á fötlun og fræðslu um hana, og
(b) rannsókna á sviði öndunarfærasjúkdóma og fræðslu um þá.

Styrkfjárhæðir nema 100 – 300 þúsund krónum á hvert verkefni sem valið verður.

Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl 2018. Umsóknir sendist á netfangið oddssjodur hjá sibs.is.

SÍBS verður 80 ára 2018 og að því tilefni verður í næsta SÍBS blaði farið yfir sögu samtakanna auk þess sem þar verða kynnt verða helstu verkefni, rekstrareiningar og aðildarfélög. SÍBS á og rekur ReykjalundMúlalund, SÍBS Verslun og Happdrætti SÍBS. Aðildarfélög SÍBS eru Hjartaheill, Berklavörn, Samtök lungnasjúklingar, Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Vífill og Sjálfsvörn.  

Helstu verkefni SÍBS og Reykjalundar snúa að endurhæfingu, fræðslu og forvörnum gegn langvinnum og lífsstílstengdum sjúkdómum. Í verkefninu SÍBS Líf og heilsa bjóða SÍBS, aðildarfélög og Samtök sykursjúkra landsmönnum upp á heilsufarsmælingar í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. SÍBS býður upp á fjölbreytt námskeið tengd heilsueflingu og hlaut í október viðurkenningu sem framhaldsfræðsluaðili.  

lesa meira