SÍBS Verslun 

 

Er rekin án hagnaðarsjónarmiða, þar má finna fjölbreytt úrval stoð- og heilsuvara

Skoða nánar

Fréttir

Haustáskorun SÍBS og Vesens og vergangs hefst miðvikudaginn 30. ágúst í SÍBS Verslun Síðumúla 6. Markmiðið er að fá sem flesta til að koma í göngur og bjóða sérstaklega velkomna þá sem hafa lítið gengið eða eru að snúa til baka eftir langt hlé. Göngurnar eru stuttar til að byrja með og lengjast svo smátt og smátt og endar með dagsferð. Fólk er hvatt til að endurtaka göngu vikunnar tvisvar sinnum áður en kemur að næstu göngu. Göngurnar eru á miðvikudagskvöldum hefjast kl. 18:35 og standa í 1,5-2,5 klst.  Þátttakendur fá 25% afslátt af 1000mile göngusokkunum í SÍBS Verslun miðvikudaginn 30. ágúst. 

lesa meira

Félag fagfólks um offitu (FFO) stendur fyrir ráðstefnunni "Heilsan á vogarskálarnar, heiðarlegt samtal um offitu!" sem verður haldin í Salnum í Kópavogi mánudaginn 18. september næstkomandi kl. 10 –17.  Fyrir hádegi mun fagfólk sem stundar rannsóknir á offitu kynna rannsóknir sínar og niðurstöður en eftir hádegi verða í boði fjölbreyttir fyrirlestrar ætlaðir öllum þeim sem áhuga hafa á heilbrigðum lífsstíl. Skráning í síma 697 4545. Verð 9.900 kr.

lesa meira

 
Skoða fleiri fréttir

Fylgstu með á Facebook 

Þar birtast reglulega fréttir úr starfinu og um málefni tengd lýðheilsu

Skoða nánar

Námskeið

SÍBS býður upp á fjölbreytt námskeið tengd heilsu og lífsstíl þar á meðal Reykjalundarnámskeið SÍBS sem eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Námskeiðin okkar eru kennd af færustu sérfræðingum á hverju sviði og þú getur treyst faglegu innihaldi þeirra

Skoða fleiri námskeið

Taktu fyrsta skrefið!

 

 Gönguáskoranir SÍBS eru góð leið til að taka fyrstu skrefin að bættri heilsu 

Skoða nánar

Greinar

Fituneysla Íslendinga hefur minnkað umtalsvert á síðustu 30 árum. Sérstaklega á þetta við um neyslu mettaðrar eða harðrar fitu. Þessa tegund fitu er helst að finna í feitum mjólkurvörum (rjómi, smjör, feitir ostar o.fl.) og rauðu kjöti (lamba-, svína- og nautakjöt). Fituneyslan samsvarar nú 36 prósentum af heildarorkuneyslunni, samkvæmt landskönnun á mataræði á vegum Landlæknisembættisins frá 2010–2011. Neysla transfitu og mettaðrar fitu hér á landi er þó enn um 15 prósent orkunnar sem er umtalsvert hærra en mælt er með. Fituneysla er almennt meiri meðal karla en kvenna hér á landi. Yngsta fólkið virðist hins vegar velja fituminnsta fæðið. Fram kom í áðurnefndri könnun að ungt fólk á aldrinum 18–30 ára borðar þrisvar sinnum meira af pasta, frönskum kartöflum og sykruðum mjólkurvörum en þeir elstu (61–80 ára), sjö sinnum meira af pítsu, fimm sinnum meira af sykruðu gosi og tíu sinnum meira af prótín- og megrunardrykkjum. Eldra fólkið borðar tvisvar sinnum meira af fiski og nýjum kartöflum en unga fólkið og fjórum sinnum...

lesa meira

Tíska hefur meiri áhrif á neyslu Vesturlandabúa en við gerum okkur grein fyrir. Sú hlið sem snýr að fatatísku er mest uppi á yfirborðinu. Fataframleiðendur sjá sér hag í því að stuðla að breytingum á framboði og eftirspurn til þess að auka söluna. Þú kaupir þér föt oftar ef þau sem þú keyptir í fyrra eða hitteðfyrra eru orðin hallærisleg í ár. Það eru ekki allir ginnkeyptir fyrir slíkum áróðri, sumum er nokk sama þó einhverjum finnist þeir hallærislegir. Þannig að fyrirtæki sem framleiða föt sem ekki falla undir tískuvarning þurfa að finna aðra leið til að auka neyslu síns markhóps. Ekki flottari heldur betri Þú átt að henda því sem þú átt og kaupa nýtt af því það felur í sér einhvers konar framför, er annað hvort þægilegra, hentugra eða fljótlegra. Það treður enginn lopapeysu ofan í bakpokann fyrir fjallgöngu í dag. Þú verður að eiga dúnúlpu sem pakkast saman í pínulítinn léttan nælonhólk sem tekur ekkert pláss í bakpokanum. Er það framför? Kannski. En var lopapeysan ekki alveg ágæt? Tók hún nokkuð svo mikið pláss?

lesa meira

Vinalegan vals ef þú spyrð líkama þinn. Honum virðist líða betur í þannig sveiflu. Þrátt fyrir það sýna sölutölur matvæla að mörg okkar bjóðum honum upp í trylltan tangó þar sem engin miskunn er sýnd. Við borðum mat sem lætur blóðsykurinn stíga hratt upp - upp - upp, líkaminn reynir í örvæntingu að sporna við þessu áhlaupi með því að þrýsta honum hratt niður – niður - niður sem í sjálfu sér getur gert okkur svengri svo við borðum eitthvað sem ýtir honum upp – upp - upp og svo heldur ballið áfram – svona í grófum dráttum. Hvernig virkar þetta? Líkaminn er stórkostlegur og eitt af því sem hann gerir er að brjóta niður, með hjálp ensíma, kolvetni úr matnum sem við borðum. Þannig brýtur hann bæði sykrur og sterkju niður í einsykrur (aðallega glúkósa). Glúkósinn er svo sendur frá lifur og út í blóðrásarkerfið svo allar frumur líkamans fái nægju sína. Við þetta hækkar blóðsykur – allt eftir því hvað og hversu mikið við vorum að...

lesa meira

 

Fagleg ráðgjöf og fræðsla 

 

Í greinasafni SÍBS blaðsins má finna fræðslu og ráðgjöf varðandi heilsu og lífsstíl auk rannsókna á lýðheilsu 

Skoða nánar

SÍBS blaðið

Blaðið fjallar um mataræði. Sækja blaðið í PDF.  Virðisaukaskattur og hollusta  -  leiðari Guðmundar Löve, framkvæmdastjóra SÍBS.  Ráðleggingar um mataræði og Skráargatið - Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjórar hjá Embætti landlæknis. Sykurinn - Guðmundur F. Jóhannsson, læknir. Blóðsykursveiflur eftir máltíð - Bryndís Eva Birgisdóttir, næringarfræðingur.  Einfaldleikinn og gæðin í fersku íslensku hráefni - viðtal við Laufeyju Steingrímdóttur, næringar- og matvælafræðing.  Tískustraumar í mataræði - Anna Ragna Magnúsardóttir, heilsuráðgjafi. Fita er ekki öll þar sem hún er séð - Axel F. Sigurðsson,...
Blaðið fjallar um forvarnir. Sækja blað PDF.  Hvar eru forvarnirnar? - Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS Forvarnir og fullorðinsfræðsla - Stefanía G. Kristinsdóttir, kynningar- og fræðslustjóri SÍBS Ísland leiðandi í forvarnastarfi meðal ungs fólks - Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor og Álfgeir Logi Kristjánsson lektor Að bæta líðan barna Lifecourse rannsóknin - Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor og Ingibjörg Eva Þórisdóttir lýðheilsufræðingur Að temja sér skynsamlegt hóf í flestu - viðtal við Einfríði Árnadóttur  Vítt og breitt um forvarnir -  Björn Geir Leifsson, sérfræðingur í skurðlækningum og heilbrigðisstjórnun  Lýðheilsuvísar eftir heilbrigðisumdæmum - Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri hjá Landlækni ofl.  SÍBS Líf og heilsa - Guðmundur Löve,...
Blaðið fjallar um stóru verkefnin í heilbrigðiskerfinu. Sækja blað PDF.  Vörn er besta sóknin - Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS Brýnustu verkefnin í heilbrigðiskerfinu - Birgir Jakobsson, landlæknir Heilög þrenning Landspítalans - Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans  Heilsugæslan, oft var þörf en nú er nauðsyn! - Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags heilsugæslulækna Frá Reykjalundi - Magnús Ólason, framkvæmdastjóri lækninga Reykjalundi Geðheilbrigðisþjónusta við börn frá 0-18 ára -  Anna María Jónsdóttir, geðlæknir Bættur lífsstíll léttir álagið á heilbrigðiskerfið - Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur, yfirlæknir Heilsuborg Fjölþætt heilsurækt - leið að farsælli öldrun - Janus Guðlaugsson, PhD íþrótta- og heilsufræði, lektor við Menntavísindasvið Háskóla...
 
Skoða fleiri blöð

Múlalundur

 

SÍBS á og rekur endurhæfingarmiðstöðina Reykjalund og öryrkjavinnustaðinn Múlalund

Skoða nánar

Fræðslumyndbönd

SÍBS og aðildarfélög samtakanna hafa látið vinna fjölda fræðslumyndbanda auk þess að standa fyrir fjölbreyttri fræðslu- og forvarnarstarfi

Þrátt fyrir góðan árangur í forvörnum og meðferð eru hjarta- og æðasjúkdómar enn helsta dánarorsök Íslendinga. Þessir sjúkdómar geta verið af ýmsum toga en algengastur er kransæðasjúkdómur. Í nýrri íslenskri fræðslumynd útskýra læknar orsakir og einkenni sjúkdómsins, helstu meðferðarúrræði og sjúklingar segja frá reynslu sinni af því að fá kransæðastíflu. Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Aðalgeir Vignir Gestsson. Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Hjartaheill.

Þótt góður árangur hafi náðst í baráttunni gegn reykingum búa þúsundir Íslendinga og fjölskyldur þeirra við skaðlegar afleiðingar þeirra. Í þessari nýju heimildarmynd kynnumst við tveimur karlmönnum og tveimur konum á besta aldri, sem öll ánetjuðust reykingum á unglingsárunum og glímt hafa við alvarlega sjúkdóma sem þær ollu og breyttu lífi þeirra á varanlegan hátt. Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Aðalgeir Gestur Vignisson. Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Hjartaheill, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga.
 
Skoða fleiri myndbönd