SÍBS Verslun 

 

Er rekin án hagnaðarsjónarmiða, þar má finna fjölbreytt úrval stoð- og heilsuvara

Skoða nánar

Fréttir

Hjartaheill og SÍBS í samstarfi við sveitarfélög og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða munu bjóða Vestfirðingum ókeypis heilsufarsmælingu 24.- 26. maí næstkomandi í stað þeirra sem frestað var 10.-11. maí vegna veðurs.  Mælingarnar ná til helstu áhættuþáttta lífsstílssjúkdóma þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun og styrkur auk þess sem boðið verður upp á öndunarmælingu fyrir þá sem mælast lágir í súrefnismettun. Jafnframt gefst þátttakendum kostur á að svara lýðheilsukönnun. Fræðsla um lífsstílstengda sjúkdóma verður í boði, hjúkrunarfræðingar frá heilsugæslunni verða á staðnum og veita ráðgjöf og eftirfylgd.    Sjá dagskrá fyrir SÍBS Líf og heilsa verkefnið í heilsugæslum í: 

lesa meira

Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, mun ræða "Stóru myndina í heilbrigðismálum" kl. 12-13, föstudaginn 26. maí í stað erindis sem fyrirhugað var 11. maí síðastliðinn en var frestað vegna veðurs.  Sjúkdómsbyrði Íslendinga má jafna við að ár hvert glatist af hennar völdum fimmtungur landsframleiðslunnar. Í fyrirlestrinum er notast við gögn frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um „glötuð góð æviár“ vegna sjúkdóms og dauða, og eru gögnin skoðuð á grafískan og gagnvirkan hátt sem gefur afar góða heildarsýn á sjúkdómsbyrðina og ríkuleg tækifæri til umræðu. SÍBS og aðildarfélög bjóða upp á ókeypis heilsufarsmælingar á heilsugæslum á Vestfjörðum í samstarfi við sveitarfélög og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Mælingarnar eru hluti af SÍBS Líf og heilsa verkefninu.  Guðmundur mun í kjölfarið ræða og svara spurningum um erindið og forvarnarststarf SÍBS. Fundurinn verður haldinn í Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Torfnesi Ísafirði, í fundarsal á 2. hæð.  Jafnframt munum við leitast við að streyma honum á Facebook síðu SÍBS fyrir aðra...

lesa meira

 
Skoða fleiri fréttir

Fylgstu með á Facebook 

Þar birtast reglulega fréttir úr starfinu og um málefni tengd lýðheilsu

Skoða nánar

Námskeið

SÍBS býður upp á fjölbreytt námskeið tengd heilsu og lífsstíl þar á meðal Reykjalundarnámskeið SÍBS sem eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Námskeiðin okkar eru kennd af færustu sérfræðingum á hverju sviði og þú getur treyst faglegu innihaldi þeirra

Skoða fleiri námskeið

Taktu fyrsta skrefið!

 

 Gönguáskoranir SÍBS eru góð leið til að taka fyrstu skrefin að bættri heilsu 

Skoða nánar

Greinar

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni SÍBS og aðildarfélaga þar sem farið er um landið og almenningi boðin ókeypis heilsufarsmæling ásamt fræðslu og þátttöku í könnun um lífsstíl og heilsufar. Sjá mynd frá mælingu í Ólafsvík. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar og Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla.  Verkefnið SÍBS Líf og heilsa er framþróun á mælingaverkefni Hjartaheilla og SÍBS sem farið hefur verið með umhverfis landið mörg undanfarin ár, og innifelur nú mælingu á blóðþrýstingi, púlsi, blóðfitu, blóðsykri og súrefnismettun, auk þess sem gerð er mæling á fráblæstri sem getur útilokað alvarlega lungnateppu ef grunur vaknar um slíkt. Með styrk frá Lýðheilsusjóði 2016 fékkst tækifæri til að þróa verkefnið enn frekar.

lesa meira

Við lifum á athyglisverðum tímum, þar sem stöðugar breytingar eru í raun eitt af því fáa sem við getum fullkomlega reiknað með. Margar þessara breytinga eru afskaplega jákvæðar - þeim fylgja tækifæri, frelsi og jafnrétti, sem við bjuggum ekki við áður. Að sama skapi hafa áratugalangar rannsóknir sýnt fram á að örar þjóðfélagsbreytingar koma gjarnan niður á félagslegri einingu samfélagsins og geta leitt af sér aukna tíðni frávikshegðunar og andlegrar vanlíðunar.

lesa meira

Á síðastliðnu ári birti Embætti landlæknis í fyrsta skipti svokallaða lýðheilsuvísa (e. public health indicators) fyrir hvert heilbrigðisumdæmi á Íslandi. Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í eigin umdæmi, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að hægt sé að vinna að því að bæta heilsu og líðan.

lesa meira

 

Fagleg ráðgjöf og fræðsla 

 

Í greinasafni SÍBS blaðsins má finna fræðslu og ráðgjöf varðandi heilsu og lífsstíl auk rannsókna á lýðheilsu 

Skoða nánar

SÍBS blaðið

Blaðið fjallar um forvarnir. Sækja blað PDF.  Hvar eru forvarnirnar? - Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS Forvarnir og fullorðinsfræðsla - Stefanía G. Kristinsdóttir, kynningar- og fræðslustjóri SÍBS Ísland leiðandi í forvarnastarfi meðal ungs fólks - Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor og Álfgeir Logi Kristjánsson lektor Að bæta líðan barna Lifecourse rannsóknin - Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor og Ingibjörg Eva Þórisdóttir lýðheilsufræðingur Að temja sér skynsamlegt hóf í flestu - viðtal við Einfríði Árnadóttur  Vítt og breitt um forvarnir -  Björn Geir Leifsson, sérfræðingur í skurðlækningum og heilbrigðisstjórnun  Lýðheilsuvísar eftir heilbrigðisumdæmum - Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri hjá Landlækni ofl.  SÍBS Líf og heilsa - Guðmundur Löve,...
Blaðið fjallar um stóru verkefnin í heilbrigðiskerfinu. Sækja blað PDF.  Vörn er besta sóknin - Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS Brýnustu verkefnin í heilbrigðiskerfinu - Birgir Jakobsson, landlæknir Heilög þrenning Landspítalans - Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans  Heilsugæslan, oft var þörf en nú er nauðsyn! - Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags heilsugæslulækna Frá Reykjalundi - Magnús Ólason, framkvæmdastjóri lækninga Reykjalundi Geðheilbrigðisþjónusta við börn frá 0-18 ára -  Anna María Jónsdóttir, geðlæknir Bættur lífsstíll léttir álagið á heilbrigðiskerfið - Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur, yfirlæknir Heilsuborg Fjölþætt heilsurækt - leið að farsælli öldrun - Janus Guðlaugsson, PhD íþrótta- og heilsufræði, lektor við Menntavísindasvið Háskóla...
Blaðið fjallar um kraft náttúrunnar, sem matarkistu og vettvangs ævintýra og upplifunar.  Sækja blað PDF.  Njóta eða neyta, vera eða gera - Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS Út í náttúruna - Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og hlaupaþjálfari  Útivist á Íslandi eru mínar ær og kýr - viðtal við Jón Gauta Jónsson Farðu út og náðu í eitthvað grænt - viðtal við Hildi Hákonardóttur Ferðamaður í eigin landi - Einar Skúlason framkvæmdastjóri Wapp  Að lesa umhverfið - Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn Búum til okkar eigin ævintýri í sumar - Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir og Sigríður Arna Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur...
 
Skoða fleiri blöð

Múlalundur

 

SÍBS á og rekur endurhæfingarmiðstöðina Reykjalund og öryrkjavinnustaðinn Múlalund

Skoða nánar

Fræðslumyndbönd

SÍBS og aðildarfélög samtakanna hafa látið vinna fjölda fræðslumyndbanda auk þess að standa fyrir fjölbreyttri fræðslu- og forvarnarstarfi

Þrátt fyrir góðan árangur í forvörnum og meðferð eru hjarta- og æðasjúkdómar enn helsta dánarorsök Íslendinga. Þessir sjúkdómar geta verið af ýmsum toga en algengastur er kransæðasjúkdómur. Í nýrri íslenskri fræðslumynd útskýra læknar orsakir og einkenni sjúkdómsins, helstu meðferðarúrræði og sjúklingar segja frá reynslu sinni af því að fá kransæðastíflu. Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Aðalgeir Vignir Gestsson. Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Hjartaheill.

Þótt góður árangur hafi náðst í baráttunni gegn reykingum búa þúsundir Íslendinga og fjölskyldur þeirra við skaðlegar afleiðingar þeirra. Í þessari nýju heimildarmynd kynnumst við tveimur karlmönnum og tveimur konum á besta aldri, sem öll ánetjuðust reykingum á unglingsárunum og glímt hafa við alvarlega sjúkdóma sem þær ollu og breyttu lífi þeirra á varanlegan hátt. Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Aðalgeir Gestur Vignisson. Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Hjartaheill, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga.
 
Skoða fleiri myndbönd