SÍBS Verslun 

 

Er rekin án hagnaðarsjónarmiða, þar má finna fjölbreytt úrval stoð- og heilsuvara

Skoða nánar

Fréttir

Hollvinasamtök Reykjalundar gáfu endurhæfingarstofnuninni nýlega 17 vönduð rúm úr 100% náttúrulegum efnum frá sænska fyrirtækinu Hästens ásamt yfirdýnum, dúnsængum og koddum. Rúmin hafa þegar verið sett upp í herbergjum fyrir dvalargesti á Reykjalundi í stað eldri og um margt úr sér genginna rúma sem þar voru áður. Verðmæti gjafarinnar er um 2,8 milljónir króna og hafa Hollvinasamtökin nú afhent Reykjalundi búnað fyrir rúmlega tíu milljónir króna á þessu ári.

lesa meira

Íbúum í Hveragerði, Ölfusi, Þorlákshöfn og á Laugarvatni er boðið í ókeypis heilsufarsmælingu í Heilsugæslustöðinni Hveragerði, Breiðmörk 25b fimmtudaginn 23. nóvember kl. 08–16. SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd.  Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs. Mælingar á Selfossi, Vík, Kirkjubæjarklaustri, Vestmannaeyjum, Hellu og/eða Hvolsvelli verða eftir áramót. 

lesa meira

 
Skoða fleiri fréttir

Fylgstu með á Facebook 

Þar birtast reglulega fréttir úr starfinu og um málefni tengd lýðheilsu

Skoða nánar

Námskeið

SÍBS býður upp á fjölbreytt námskeið tengd heilsu og lífsstíl þar á meðal Reykjalundarnámskeið SÍBS sem eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Námskeiðin okkar eru kennd af færustu sérfræðingum á hverju sviði og þú getur treyst faglegu innihaldi þeirra

Skoða fleiri námskeið

Taktu fyrsta skrefið!

 

 Gönguáskoranir SÍBS eru góð leið til að taka fyrstu skrefin að bættri heilsu 

Skoða nánar

Greinar

Þátttaka almennings í íþróttum og hreyfingu hefur aukist á undanförnum áratugum. Í dag er hreyfing hluti af lífsstíl sístækkandi hóps og jákvæð áhrif hreyfingar á almennt heilsufar er óumdeild.  Hins vegar geta ýmis stoðkerfiseinkenni fylgt aukinni hreyfingu, sérstaklega ef farið er of geyst eða álag aukið of hratt.  Þessi einkenni má flokka í bráðmeiðsli og álagseinkenni. Bráð meiðsli verða skyndilega við eitt ákveðið atvik ef lífaflfræðilegt álag á ákveðinn vef verður meira en hann þolir á ákveðnum tímapunkti.  Álagseinkenni koma oftast fram eftir ofálag yfir einhvern tíma sem leiðir venjulega til lítilla einkenna í fyrstu, en ef haldið er áfram á sama álagi versna einkenni smám saman þar til dregið er úr álagi eða því breytt.  Ef engin breyting verður á álagi þarf einstaklingur oft að breyta eða hætta sinni hreyfingu tímabundið vegna einkennanna. Sem dæmi um bráð meiðsli má nefna vöðva- og liðbandatognanir, en álagseinkenni geta t.d. verið tennisolnbogi og álagstengd einkenni frá hásinum.

lesa meira

Góður nætursvefn er mikilvæg grunnstoð heilsu líkt og hreyfing og næring.  Þó svefninn veiti okkur nauðsynlega hvíld er þetta mjög virkt ástand þar sem mikil vinna á sér stað bæði í líkama og sál.  Líkaminn er bæði að endurnæra sig og byggja sig upp þegar við sofum og skortur á svefni getur haft margvíslegar neikvæðar afleiðingar á heilsu og líðan. Rannsóknir hafa sýnt að skertur nætursvefn eykur magn bólguefna í líkamanum sem getur valdið ýmsum sjúkdómum ef bólgur eru viðvarandi. Auknar bólgur í líkamanum eru í raun eðlileg svörun ónæmiskerfisins við sýkingum og meiðslum.  Bólgur eru þannig gjarnan fyrstu viðbrögð líkamans við utanaðkomandi innrás eða áfalli.  Ónæmiskerfið bregst við slíku með bólgum meðan verið er að vinna bug á meininu.  Þegar líkaminn jafnar sig og nær að vinna á sýkingum og meiðslum dregur jafnan úr bólgum á ný. 

lesa meira

Þegar talað er um að fólk sé með vöðvabólgu er almennt verið að tala um það sem nefnist á ensku „myalgia“, eða „myofascialpain syndrome (MPS). Þetta leiðindaástand er afar algengt og rannsóknarniðurstöður telja algengi kringum 21-30% í Bandaríkjunum, sem þýðir um 44 miljónir manna og kostnaður heilbrigðiskerfisins er árlega um 47 billjón dollarar. (1)

lesa meira

 

Fagleg ráðgjöf og fræðsla 

 

Í greinasafni SÍBS blaðsins má finna fræðslu og ráðgjöf varðandi heilsu og lífsstíl auk rannsókna á lýðheilsu 

Skoða nánar

SÍBS blaðið

Blaðið fjallar um bólgur. Sækja blaðið í PDF.  Munu börnin okkar lifa skemur en við? - leiðari Guðmundar Löve framkvæmdastjóra SÍBS Áhrif bólgu á hjarta- og æðasjúkdóma - Axel F. Sigurðsson læknir Bólga, líkamsfita og langvinnir sjúkdómar - Hildur Thorsdóttir læknir  Vöðvabólga er ekki bólga - Gunnar Svanbergsson og Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir, MT-sjúkraþjálfarar  Raunverulegir bólgusjúkdómar oftast langvinnir - viðtal við Ragnar Frey Ingvarsson lyf- og gigtarlækni Svefn og bólgur - Erla Björnsdóttir sálfræðingur  Bólgur vegna meiðsla og álags í íþróttum - Árni Árnason sérfræðingur í íþróttasjúkraþjálfun 
Blaðið fjallar um mataræði. Sækja blaðið í PDF.  Virðisaukaskattur og hollusta  -  leiðari Guðmundar Löve, framkvæmdastjóra SÍBS.  Ráðleggingar um mataræði og Skráargatið - Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjórar hjá Embætti landlæknis. Sykurinn - Guðmundur F. Jóhannsson, læknir. Blóðsykursveiflur eftir máltíð - Bryndís Eva Birgisdóttir, næringarfræðingur.  Einfaldleikinn og gæðin í fersku íslensku hráefni - viðtal við Laufeyju Steingrímdóttur, næringar- og matvælafræðing.  Tískustraumar í mataræði - Anna Ragna Magnúsardóttir, heilsuráðgjafi. Fita er ekki öll þar sem hún er séð - Axel F. Sigurðsson,...
Blaðið fjallar um forvarnir. Sækja blað PDF.  Hvar eru forvarnirnar? - Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS Forvarnir og fullorðinsfræðsla - Stefanía G. Kristinsdóttir, kynningar- og fræðslustjóri SÍBS Ísland leiðandi í forvarnastarfi meðal ungs fólks - Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor og Álfgeir Logi Kristjánsson lektor Að bæta líðan barna Lifecourse rannsóknin - Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor og Ingibjörg Eva Þórisdóttir lýðheilsufræðingur Að temja sér skynsamlegt hóf í flestu - viðtal við Einfríði Árnadóttur  Vítt og breitt um forvarnir -  Björn Geir Leifsson, sérfræðingur í skurðlækningum og heilbrigðisstjórnun  Lýðheilsuvísar eftir heilbrigðisumdæmum - Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri hjá Landlækni ofl.  SÍBS Líf og heilsa - Guðmundur Löve,...
 
Skoða fleiri blöð

Múlalundur

 

SÍBS á og rekur endurhæfingarmiðstöðina Reykjalund og öryrkjavinnustaðinn Múlalund

Skoða nánar

Fræðslumyndbönd

SÍBS og aðildarfélög samtakanna hafa látið vinna fjölda fræðslumyndbanda auk þess að standa fyrir fjölbreyttri fræðslu- og forvarnarstarfi

Þrátt fyrir góðan árangur í forvörnum og meðferð eru hjarta- og æðasjúkdómar enn helsta dánarorsök Íslendinga. Þessir sjúkdómar geta verið af ýmsum toga en algengastur er kransæðasjúkdómur. Í nýrri íslenskri fræðslumynd útskýra læknar orsakir og einkenni sjúkdómsins, helstu meðferðarúrræði og sjúklingar segja frá reynslu sinni af því að fá kransæðastíflu. Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Aðalgeir Vignir Gestsson. Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Hjartaheill.

Þótt góður árangur hafi náðst í baráttunni gegn reykingum búa þúsundir Íslendinga og fjölskyldur þeirra við skaðlegar afleiðingar þeirra. Í þessari nýju heimildarmynd kynnumst við tveimur karlmönnum og tveimur konum á besta aldri, sem öll ánetjuðust reykingum á unglingsárunum og glímt hafa við alvarlega sjúkdóma sem þær ollu og breyttu lífi þeirra á varanlegan hátt. Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Aðalgeir Gestur Vignisson. Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Hjartaheill, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga.
 
Skoða fleiri myndbönd