Stuðningsfulltrúanámskeið

 • Tímabil

  15.08.2017 - 22.08.2017

 • Almennt verð

  0 kr.
  3000 kr. afsláttur fyrir félagsmenn í aðildarfélögum SÍBS og ÖBÍ

 • Um námskeiðið

  Stuðningsnet sjúklingafélaganna -Stuðningsfulltrúanámskeið

  Ef þú hefur greinst með sjúkdóm (sjá sjúklingafélög) eða ert/varst aðstandandi sjúklings getur þú orðið stuðningsfulltrúi. Sjá nánar á vefslóðinni http://studningsnet.is/namskeid/

  Stuðningsfulltrúanámskeið fyrir verðandi stuðningsfulltrúa verður haldið þriðjudagana 15. og 22. ágúst 2017 frá klukkan 17 til 21 í SÍBS húsinu að Síðumúla 6, 2. hæð. Boðið verður upp á kvöldverð.

  Stuðningsnetið byggir á fyrirmynd frá Krafti en hópur sjúklingafélaga aðlagaði námsefni og stuðningsferlið að ólíkum sjúklingahópum. Sjúklingafélögin eru aðildarfélög SÍBS (Hjartaheill, Neistinn, Samtök lungnasjúklinga, Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Vífill, Sjálfsvörn og Berklavörn), MS-félagið, Gigtarfélag Íslands, Parkinsonsamtökin á Íslandi, Alzheimer samtökin, Lauf félag flogaveikra, Félag nýrnasjúklinga, Samtök sykursjúkra og Tourette samtökin.

  Skrá þarf sjúklingafélag í athugasemdir en félögin greiða skráningargjald félagsmanna 6.000 kr.

  Umsjónarkona stuðningsnetsins, Helga Kolbeinsdóttir, mun hafa samband við skráða þátttakendur í aðdraganda námskeiðsins. Þá munu sjúklingafélögin bjóða þátttakendur tengda sínum félögum á upplýsingafund þar sem farið verður yfir þjónustu og starfsemi félaganna.