Hvað viltu vita? 

 

Greinasafn SÍBS tekur til, næringar, hreyfingar, andlegrar líðan, lýðheilsu, streitu og svefnvandamála

Skoða nánar

Næring

Myndlistakonan Hildur Hákonardóttir er ekki síður þekkt fyrir áhuga sinn á garðrækt og hollu mataræði. Um árabil hefur hún miðlað öðrum af þekkingu sinni og bók hennar „Ætigarðurinn – handbók garðnytjungsins" er nánast orðin skyldulesning allra þeirra sem vilja kynna sér þessi málefni.

Hildur hefur fengist við gróður frá bernsku. „Ég bjó á Bústaðaholtinu, austan við þar sem núna stendur Bústaðakirkjan. Þetta var einn hektari, grýtt holt eins og var þarna allt um kring. Og ég vandist því sem krakki að sækja mat út í náttúruna. Móðir mín hafði kynnst matjurtaræktun í Danmörku, hún lærði þar til leikfimiskennara og var einnig um skeið í Þýskalandi. Hún kom svo heim með þessa þekkingu sem blandaðist saman við hefðina sem fylgdi þeirri bernsku sem hennar kynslóð átti rætur í.

lesa meira

Skýr stefna í manneldis- og næringarmálum er hornsteinn endurhæfingar. Holl og fjölbreytt fæða er ein af megin undirstöðum heilbrigðis. Manneldismál eru því mjög mikilvæg þegar tekist er á við heilbrigðisvandamál og ekki minnst í endurhæfingu eftir sjúkdóma. Mikilvægt er að á jafn virtri endurhæfingastofnun sem Reykjalundi sé gott mötuneyti. Fylgja verður viðurkenndri stefnu í manneldis- og næringarmálum og líta á mötuneytið og næringarframboð sem hluta af faglegri starfsemi. Vissulega getur Reykjalundur hreykt sér af metnaðarfullri stefnu og því að vera til fyrirmyndar í þessum efnum.

lesa meira

Við lifum í umhverfi sem hefur ýtt okkur út í arfavitlausa og hættulega neyslu. Neyslumynstur sem við erum alls ekki hönnuð til að þola. Það er skelfileg áraun sem dynur á okkur, og ekki síst börnunum okkar. Sykur- og sterkjuríkur matur er bæði ódýr og auðveldur í framleiðslu og ávanabindandi þar að auki. Þess vegna hefur markaðurinn að sjálfsögðu ýtt þessu að okkur með offorsi og klækjum.

Börn eru hreinlega fullvissuð um að lífshamingjan sé falin í því að bryðja kolvetnaflögur og drekka sykurlög með íbættum örvandi efnum (koffín) á meðan þau horfa á uppáhalds skemmtikrafta sína fíflast á skjánum. Mæður friða jafnvel smábörn með nammimola og kaupa kippur með tveggjalítra flöskum af bragðbættum og örvandi sykurlegi af því það er svo hagstætt. Svo freistar möguleikinn á að vinna eitthvert leikfang á skafmiðann sem fylgir.

lesa meira

Upplýsingar um heilsufarsáhrif fitu hafa lengi verið í umræðunni, en því miður eru þær oft villandi eða jafnvel rangar. Fita er lífsnauðsynleg en ofneysla er hins vegar tengd ýmsum sjúkdómum. Fita er hópur margra ólíkra efna sem gerir almennar staðhæfingar um fitu mjög erfiðar. Góð heilsufarsáhrif fituskerts eða fitusnauðs fæðis geta hins vegar minnkað eða orðið engin ef unnin kolvetni eins og sykur eða síróp koma í staðinn (en slíkt er oft raunin). 

Unnar og óunnar olíur

Flestar jurtaolíur sem við neytum eru unnar. Unnar olíur hafa verið hreinsaðar og meðhöndlaðar. Í þessu ferli á sér oft stað tap bæði á æskilegum efnum, eins og vítamínum og andoxunarefnum, og óæskilegum efnum, t.d. eiturefnum og aðskotaefnum úr umhverfinu. Venjulega er vítamínum bætt í olíurnar í lok framleiðsluferlisins til að auka stöðugleika og geymsluþol þeirra.

lesa meira

Ráðleggingum um mataræði ungbarna var breytt árið 2003. Járnbætt stoðmjólk var þá ráðlögð í stað venjulegrar kúamjólkur frá sex mánaða til tveggja ára aldurs. Einnig var lögð meiri áhersla á brjóstagjöf en áður. Þessar breytingar voru gerðar af Miðstöð heilsuverndar barna og Manneldisráði og gefnar út í fræðslubæklingi. 

Áður en fræðslubæklingurinn kom út höfðu allmargir veitt því eftirtekt að breytinga var þörf og ungbarnavernd heilsugæslunnar var auðvitað byrjuð að ráðleggja í samræmi við það. Niðurstöður rannsóknar á mataræði ungbarna, sem gerð var af rannsóknarstofu í næringarfræði fyrir um tíu árum, sýndu að járnbúskapur íslenskra ungbarna var lélegri en í mörgum nágrannalöndum okkar. Sterkustu tengsl við lélegan járnbúskap hafði neysla á venjulegri kúamjólk um og yfir hálfum lítra á dag. Stoðmjólkin er unnin úr íslenskri kúamjólk. Það hefur þá kosti að breyting er minni á mataræði barnanna en verið hefði ef blanda úr erlendri kúamjólk hefði verið notuð. 

En breytingar á ráðleggingum um mataræði eiga ekki að fela í sér óþarfa breytingar eða aðra þætti sem gætu verið skaðlegir. 

lesa meira

Brauðneysla Íslendinga hefur dregist saman undanfarinn áratug enda virðist hálfgerður hræðsluáróður gegn brauði hafi verið í gangi þar sem því er haldið fram að neysla á brauði sé af hinu illa. Það á alls ekki við rök að styðjast en það er aftur á móti mjög mikilvægt að hafa í huga hvers konar brauðs er neytt í stað þess að sneiða algerlega hjá því. Það er í auknum mæli farið að hvetja til aukinnar neyslu á heilkornavörum og framleiðendur hafa svarað þessari eftirspurn þar sem æ fleiri tegundir af heilkornabrauðum og öðrum heilkornavörum sjást á markaðnum. Neysla grófra trefjaríkra brauða hefur aðeins aukist, þó enn sé hún alltof lítil. 

lesa meira