Hvað viltu vita? 

 

Greinasafn SÍBS tekur til, næringar, hreyfingar, andlegrar líðan, lýðheilsu, streitu og svefnvandamála

Skoða nánar

Lýðheilsa

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni SÍBS og aðildarfélaga þar sem farið er um landið og almenningi boðin ókeypis heilsufarsmæling ásamt fræðslu og þátttöku í könnun um lífsstíl og heilsufar. Sjá mynd frá mælingu í Ólafsvík. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar og Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla. 

Verkefnið SÍBS Líf og heilsa er framþróun á mælingaverkefni Hjartaheilla og SÍBS sem farið hefur verið með umhverfis landið mörg undanfarin ár, og innifelur nú mælingu á blóðþrýstingi, púlsi, blóðfitu, blóðsykri og súrefnismettun, auk þess sem gerð er mæling á fráblæstri sem getur útilokað alvarlega lungnateppu ef grunur vaknar um slíkt. Með styrk frá Lýðheilsusjóði 2016 fékkst tækifæri til að þróa verkefnið enn frekar.

lesa meira

Á síðastliðnu ári birti Embætti landlæknis í fyrsta skipti svokallaða lýðheilsuvísa (e. public health indicators) fyrir hvert heilbrigðisumdæmi á Íslandi. Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í eigin umdæmi, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að hægt sé að vinna að því að bæta heilsu og líðan.

lesa meira

Eitthvað hlýt ég að hafa verið annars hugar þegar ég svaraði játandi bón ritstjóra SÍBS blaðsins um að skrifa hugleiðingu í næsta tölublað. Verkefnið var að skrifa eitthvað um forvarnir á villigötum. Úff… Hvernig geta forvarnir verið á villigötum? Er hægt að segja eitthvað neikvætt um forvarnir? Að koma í veg fyrir sjúkdóma og vanheilsu hlýtur jú alltaf að vera gagnlegt - eða hvað? Ja, það er auðvitað alveg hægt að finna dæmi þar sem forvarnir hafa ekki tekist sem skyldi eða hugtakið notað á rangan hátt. Þegar ég fór að hugsa um þetta varð mér ljóst að efnið er víðfeðmt og til þess að gera því vönduð skil þyrfti eiginlega að skrifa heila bók. Hér verður því farið vítt um völl og tæpt á dæmum.

lesa meira

Nýlega birtist yfirlitsgrein í nokkrum alþjóðlegum netmiðlum, þar sem fjallað var um þann árangur sem Ísland hefur náð í forvarnarstarfi gegn vímuefnaneyslu ungs fólks. Greinin sem birtist í Mosaic Science, var síðan endurbirt í fullri lengd í breska fréttablaðinu The Independent, sem og í netmiðlum á borð við The Atlantic og Huffington Post. Þá hefur greininni verið dreift víða á póstlistum sérfræðisamtaka, eins og The American School Health Association og víðar.

lesa meira

Eftir að hafa fylgst með þróun fullorðinsfræðslu um árabil og starfa nú að forvörnum og fræðslu hjá SÍBS sé ég ákveðna samsvörun, enda forvarnir í eðli sínu fræðsla sem miðar að ábyrgð, valdeflingu, menntun og breyttu atferli.

Íslendingar eru sú Evrópuþjóð sem borðar mestan sykur og óhollan mat á sama tíma og við verjum að jafnaði helmingi minna til forvarna en aðrar Evrópuþjóðir. Í aðdraganda kosninga var umræða um slæma fjárhagsstöðu heilbrigðiskerfisins áberandi, þröng staða Landspítala, aukin verkefni heilsugæslu og viðvarandi niðurskurður. Allt bendir til þess að álag á heilbrigðiskerfið muni aukast á næstu árum en um 80% af sjúkdómsbyrðinni er tilkomin vegna lífsstílstengdra sjúkdóma. Besta leiðin til að sporna við þeirri þróun eru forvarnir.(1)

lesa meira

„Follow the money“ er aðferðafræði sem hentar í fleiru en glæparannsóknum eða bíómyndum. Að fylgja peningaslóðinni getur gagnast vel í heilbrigðismálum þegar að því kemur að greina hvar best er að verja fjármunum. Því seinna sem gripið er inn í sjúkdómsferli því dýrari verður íhlutunin, en samt er hægt að íhluta of snemma og á of stóra hópa til að sparnaðurinn svari kostnaði.

Þegar við skoðum hagtölur kemur í ljós að hver Íslendingur stendur fyrir rúmlega sjö milljóna króna vergri landsframleiðslu á ári. Hvert mannár sem glatast vegna ótímabærs dauða, örorku eða skerðingar af völdum lífsstílstengdra sjúkdóma kostar því samfélagið þessa sömu fjárhæð: sjö milljónir króna. En hverju mætti áorka fyrir þessa fjárhæð?

lesa meira