Hvað viltu vita? 

 

Greinasafn SÍBS tekur til, næringar, hreyfingar, andlegrar líðan, lýðheilsu, streitu og svefnvandamála

Skoða nánar

Lýðheilsa

Þegar talað er um að fólk sé með vöðvabólgu er almennt verið að tala um það sem nefnist á ensku „myalgia“, eða „myofascialpain syndrome (MPS). Þetta leiðindaástand er afar algengt og rannsóknarniðurstöður telja algengi kringum 21-30% í Bandaríkjunum, sem þýðir um 44 miljónir manna og kostnaður heilbrigðiskerfisins er árlega um 47 billjón dollarar. (1)

lesa meira

Of þungum einstaklingum hefur farið fjölgandi á síðustu áratugum, sérstaklega á Vesturlöndum. Á sama tíma hefur tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma aukist og eru þeir farnir að ógna lýðheilsu vestrænna þjóða. Eru þetta sjúkdómar á borð við sykursýki af tegund 2, hjarta- og æðasjúkdóma, astma og ýmsar gerðir krabbameina.  Hafa þessir sjúkdómar verið algengari hjá einstaklingum sem eru of þungir.  Ekki er það þó algilt að einstaklingar með verulega líkamsfitu þrói með sér slíka sjúkdóma. Þannig eru sumir með verulegan fitumassa en með heilbrigða líkamsstarfsemi meðan aðrir fá þessa sjúkdóma með mun minni fitumassa. Síðastliðna áratugi hafa vísindamenn haft mikinn áhuga á að finna hvaða tengsl eru á milli fitumassans í líkamanum og myndunar annarra sjúkdóma. Einkennandi fyrir þann hóp sem þróar með sér þessa langvinnu sjúkdóma er að þeir hafa meiri fitusöfnuná efri hluta líkamans og sérstaklega kviðfitusöfnun.

lesa meira

Mikill árangur hefur náðst í baráttunni við kransæðasjúkóma hér á landi eins og víðast hvar á Vesturlöndum. Þetta ber að miklu leyti að þakka lækkandi tíðni reykinga, lægra kólesteróli í blóði og betri blóðþrýstingsstjórnun.

Margir sérfræðingar telja að útrýma megi ótímabærum veikindum og dauða vegna hjarta- og æðasjúkdóma með því að ná betri tökum á ofangreindum áhættuþáttum.

Enn eru þó blikur á lofti. Þrátt fyrir að dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma hafi lækkað umtalsvert taka þessir sjúkdómar enn háan toll og eru tíð orsök dauðsfalla og örorku. Þá er líklegt að vaxandi tíðni offitu og sykursýki af tegund 2 muni snúa við þeirri jákvæðu þróun sem orðið hefur.

lesa meira

Blikur eru á lofti varðandi framþróun undanfarinna áratuga þar sem meðal ævinhefur lengst og sjúkdómsbyrðin hefur minnkað. Ef ekkert er að gert stefnir í að kynslóð barnanna okkar lifi skemur en við sjálf og við verri heilsu.

Sextíu og fimm ára gamall Íslendingur gat vænst þess að lifa fjórum mánuðum skemur árið 2016 en árið þar á undan og þarf að leita aftur til 2013–14 til að sjá þessa tölu aftur: 19 ár ólifuð fyrir karla og 21 ár fyrir konur.  Ævilíkur við fæðingu breytast minna. Konur hafa getað vænst þess að lifa fram á 84. æviár síðan árið 2009 og karlar fram á það 81. síðan 2011. Þetta má lesa út úr upplýsingum Hagstofunnar um meðal ævilengd og eftirlifendatölu.(1)

lesa meira

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni SÍBS og aðildarfélaga þar sem farið er um landið og almenningi boðin ókeypis heilsufarsmæling ásamt fræðslu og þátttöku í könnun um lífsstíl og heilsufar. Sjá mynd frá mælingu í Ólafsvík. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar og Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla. 

Verkefnið SÍBS Líf og heilsa er framþróun á mælingaverkefni Hjartaheilla og SÍBS sem farið hefur verið með umhverfis landið mörg undanfarin ár, og innifelur nú mælingu á blóðþrýstingi, púlsi, blóðfitu, blóðsykri og súrefnismettun, auk þess sem gerð er mæling á fráblæstri sem getur útilokað alvarlega lungnateppu ef grunur vaknar um slíkt. Með styrk frá Lýðheilsusjóði 2016 fékkst tækifæri til að þróa verkefnið enn frekar.

lesa meira

Á síðastliðnu ári birti Embætti landlæknis í fyrsta skipti svokallaða lýðheilsuvísa (e. public health indicators) fyrir hvert heilbrigðisumdæmi á Íslandi. Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í eigin umdæmi, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að hægt sé að vinna að því að bæta heilsu og líðan.

lesa meira