Hvað viltu vita? 

 

Greinasafn SÍBS tekur til, næringar, hreyfingar, andlegrar líðan, lýðheilsu, streitu og svefnvandamála

Skoða nánar

Lýðheilsa

Á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ rekur SÍBS Múlalund vinnustofu SÍBS. Múlalundur er öflugt framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem þjónustar þúsundir viðskiptavina um allt land á sama tíma og það skapar störf fyrir fólk með skerta starfsorku.

„Samfélagið þarf fjölbreyttan vinnumarkað, alls konar störf fyrir alls konar fólk, því enginn getur allt en allir geta eitthvað“, segir Sigurður Viktor Úlfarsson framkvæmdastjóri. „Múlalundur stendur og fellur með öflugum stuðningi SÍBS sem hefur stutt dyggilega við bakið á fyrirtækinu í meira en hálfa öld, en Múlalundur verður 60 ára á næsta ári.

Við segjum að kaup á vörum og þjónustu frá Múlalundi sé einfaldasta samfélagsverkefnið. Viðskiptavinir panta af vefnum, senda póst eða kíkja við, við sendum vöruna hvert á land sem er, jafnvel daginn eftir, og eftir situr fjárhagslegur og verklegur stuðningur.“

lesa meira

Starfsemi Reykjalundar endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS hófst árið 1945. Framan af einskorðaðist starfsemin við þjónustu við berklasjúklinga en síðan þróaðist starfsemin yfir í það að vera alhliða endurhæfingarmiðstöð fyrir landið allt. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarmiðstöð landsins þar sem árlega koma um 1200 einstaklingar til endurhæfingar hvaðanæva af landinu. Hver einstaklingur er yfirleitt í fjórar til átta vikur í senn við endurhæfingu sem getur verið af margvíslegum ástæðum, svo sem eftir erfið og langvarandi veikindi, alvarleg slys, vegna ofþyngdar eða annarra kvilla svo sem áunninna heilaskaða. Auk þess sækja milli þrjú og fjögur þúsund manns göngudeild Reykjalundar á hverju ári. Á liðnum áratugum hafa þúsundir einstaklinga náð heilsu sinni á ný á Reykjalundi og komist aftur út á vinnumarkaðinn.

lesa meira

Þegar litið er til baka yfir sögu SÍBS og íslensku þjóðarinnar síðastliðna átta áratugi má segja að SÍBS hafi fylgt eftir íslensku þjóðlífi allan þennan tíma og að nokkru leyti speglað það. Þar koma meðal annars fram þau áhrif sem starfsemi SÍBS hafði á velferð þjóðarinnar og göngu hennar frá berklafaraldrinum til betra heilsufars. Sagan hefur leitt í ljós að þau voru afar mikil og enn er starfsemi SÍBS viðurkennd sem afar mikilvæg fyrir lýðheilsu landsmanna.

Í byrjun tuttugustu aldarinnar og allt fram á fimmta áratug hennar var berklaveikin, „Hvíti dauðinn“, skæður bölvaldur. Hún náði hámarki á árunum kringum 1930 og dánartíðnin var áfram mjög há fram á fimmta áratuginn.

lesa meira

Það er ætíð mikilvægt að huga að ritun sögu. Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja. Með söguritun samtaka okkar er leitast við að skoða stiklur liðins tíma í máli og myndum. Horfa á samhengið á milli tímabila og tengslin út á við. Með þessu móti getum við miðlað mögulega þekkingu og fróðleik frá heimildum sem aflað hefur verið af natni og umhyggju.

SÍBS var stofnað 23. október, 1938 á Vífilstöðum. Takmarkið sem lagt var af stað með var að útrýma með öllu berklaveikinni. Berklasmitun jafngilti í flestum tilvikum dauðadómi. Og það var ekki eldra fólk sem var útsett fyrir berklum. Þvert á móti lagðist veikin hvað harðast á fólk sem var í blóma lífsins og átti ævistarfið framundan. Og fátt var til varnar. Helst það að reyna að koma sjúklingunum í sem mesta einangrun og koma í veg fyrir að þeir smituðu aðra, því berklar voru bráðsmitandi og gerðu engan greinarmun á kotkörlum og höfðingjum.

lesa meira

Þegar talað er um að fólk sé með vöðvabólgu er almennt verið að tala um það sem nefnist á ensku „myalgia“, eða „myofascialpain syndrome (MPS). Þetta leiðindaástand er afar algengt og rannsóknarniðurstöður telja algengi kringum 21-30% í Bandaríkjunum, sem þýðir um 44 miljónir manna og kostnaður heilbrigðiskerfisins er árlega um 47 billjón dollarar. (1)

lesa meira

Of þungum einstaklingum hefur farið fjölgandi á síðustu áratugum, sérstaklega á Vesturlöndum. Á sama tíma hefur tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma aukist og eru þeir farnir að ógna lýðheilsu vestrænna þjóða. Eru þetta sjúkdómar á borð við sykursýki af tegund 2, hjarta- og æðasjúkdóma, astma og ýmsar gerðir krabbameina.  Hafa þessir sjúkdómar verið algengari hjá einstaklingum sem eru of þungir.  Ekki er það þó algilt að einstaklingar með verulega líkamsfitu þrói með sér slíka sjúkdóma. Þannig eru sumir með verulegan fitumassa en með heilbrigða líkamsstarfsemi meðan aðrir fá þessa sjúkdóma með mun minni fitumassa. Síðastliðna áratugi hafa vísindamenn haft mikinn áhuga á að finna hvaða tengsl eru á milli fitumassans í líkamanum og myndunar annarra sjúkdóma. Einkennandi fyrir þann hóp sem þróar með sér þessa langvinnu sjúkdóma er að þeir hafa meiri fitusöfnuná efri hluta líkamans og sérstaklega kviðfitusöfnun.

lesa meira