Hvað viltu vita? 

 

Greinasafn SÍBS tekur til, næringar, hreyfingar, andlegrar líðan, lýðheilsu, streitu og svefnvandamála

Skoða nánar

Andleg líðan

Við lifum á athyglisverðum tímum, þar sem stöðugar breytingar eru í raun eitt af því fáa sem við getum fullkomlega reiknað með. Margar þessara breytinga eru afskaplega jákvæðar - þeim fylgja tækifæri, frelsi og jafnrétti, sem við bjuggum ekki við áður. Að sama skapi hafa áratugalangar rannsóknir sýnt fram á að örar þjóðfélagsbreytingar koma gjarnan niður á félagslegri einingu samfélagsins og geta leitt af sér aukna tíðni frávikshegðunar og andlegrar vanlíðunar.

lesa meira

Meðferðin sem veitt er á offitu- og næringarsviði Reykjalundar hefur frá upphafi verið atferlismeðferð. Atferlismeðferðir við offitu, stundum nefndar lífsstílsmeðferðir komu fyrst fram á sjöunda áratugnum og hafa verið í stöðugri þróun síðan þá. Hefðbundin atferlismeðferð tekur á mataræði (s.s. matardagbók, næring matvæla, fækkun hitaeininga), hreyfingu (s.s. aukin hreyfing, fræðsla um áhrif hreyfingar) og svo er unnið með ýmsa þætti tengda atferli (s.s. takast á við áreiti í umhverfinu sem auka löngun í mat, lausnamiðuð nálgun kennd o.fl.).

lesa meira

Hlutverk iðjuþjálfunar í meðferð á offitu- og næringarsviði Reykjalundar er margþætt. Skjólstæðingar búa í langflestum tilfellum við mikið ójafnvægi í sínu lífi. Þeir upplifa mikla óreiðu, eiga erfitt með að skipuleggja sig hvort sem er varðandi mat, hreyfingu, fjölskyldu, áhugamál eða vinnu.

Skipulagt jafnvægi

Skjólstæðingar hitta iðjuþjálfa bæði í hópum og einstaklingsviðtölum á göngudeild þar sem unnið er með skipulag í daglegu lífi og farið yfir matardagbók. Hver hópur samanstendur af 3-4 skjólstæðingum. Þeir fá fræðslu um markmið og mikilvægi þess að setja sér markmið og vinna eftir þeim. Í fræðslunni er þeim gerð grein fyrir mikilvægi þess að vera með markmið að vinna eftir þegar lífstílsbreyting á sér stað. Einnig er lögð áhersla á að fólk geri sér grein fyrir að þetta sé ekki enn einn kúrinn, heldur restin af lífinu. 

lesa meira

Eðlilegt er að finna fyrir mismunandi tilfinningum og allir finna öðru hvoru fyrir depurð. Tilfinningum fylgja bæði líkamleg einkenni og hugsanir og þær hafa áhrif á hegðun. Talað er um þunglyndi þegar einkenni eru langvarandi og alvarleg, þannig að þau eru farin að hafa áhrif á daglegt líf. Þunglyndi er mjög algengt en allt að því fjórða hver kona og áttundi hver karlmaður þjáist af þunglyndi einhvern tíma á ævinni. 

Orsakir þunglyndis geta verið margvíslegar bæði tengdar erfðum og umhverfi. Má þar nefna félagslegar aðstæður, erfiða lífsreynslu, veikindi, áföll og álag. Einnig geta langvarandi streituvaldar eins og atvinnuleysi, fjárhagsáhyggjur og hjónabandserfiðleikar verið áhættuþættir. 

lesa meira

Líkamsklukkan þarfnast ljóss til þess að halda réttri stillingu og samhæfingu. Það er töluvert álag á líkamsklukkuna að við Íslendingar höfum kosið að hafa „Greenwich“ tíma hér á Íslandi, en það þýðir að íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins, sem eru mikill meirihluti þjóðarinnar, eru með klukku sem gengur einni og hálfri klukkustund of snemma. Auk þess byrja íbúar Greenwich í skóla eða vinnu klukkan 9, en ekki klukkan 8 eins og tíðkast hérlendis, þannig að það má segja að Bretar fái að lúra í rúminu sínu tveimur og hálfum klukkustundum lengur en við Íslendingar.

Líkamsklukkan stýrir hundruðum ferla í líkamanum, en eitt það helsta er að ráða því hvenær menn sofa og vaka. Til þess að herða á, eða flýta líkamsklukkunni þarf sterkt ljós á morgnana, til þess að seinka henni þarf sterkt ljós á kvöldin. 

lesa meira

Oft er sagt að ekkert sé nýtt undir sólinni og það gildir sannarlega um skammdegisþunglyndi. Til eru frásagnir frá annarri öld af Grískum og Rómverskum læknum sem meðhöndluðu depurð og drunga með sólarljósi.

Á síðustu áratugum hefur þekking á lífsklukkunni og áhrifum ljóss á hana tekið miklum framförum. Árið 1984 birtist grein Norman Rosenthals og félaga sem sýndi fram á að skammdegis­ þunglyndi er sérstök tegund af þunglyndi og ljósameðferð er áhrifarík meðferð við því.

Um þunglyndi

Þunglyndi er algengur sjúkdómur, sem getur komið hjá fólki á öllum aldri og á mismunandi árstímum. Kjarnaeinkenni þunglyndis eru depurð og vanlíðan, áhugaleysi og gleðileysi, framtaksleysi, aukinn kvíði og svefntruflanir. 

lesa meira