Hvað viltu vita? 

 

Greinasafn SÍBS tekur til, næringar, hreyfingar, andlegrar líðan, lýðheilsu, streitu og svefnvandamála

Skoða nánar

Greinar

Offitumeðferð á Reykjalundi á sér langa sögu. Framan af var hún eingöngu hugsuð fyrir þá sem komu af öðrum heilsufarsástæðum á hin ýmsu meðferðarsvið en þurftu að léttast til að ná betri árangri í sinni endurhæfingu.

Í kjölfarið fóru læknar, sem urðu varir við að þessum málum var sinnt á Reykjalundi, að vísa fólki hingað gagngert til offitumeðferðar. Undir aldamótin var þetta orðið talsvert algengt. Það leiddi til þess að ákveðið var að hefja sjálfstæða offitumeðferð og gerður um það þjónustusamningur við heilbrigðisráðuneytið.

lesa meira

Nú þegar ég sest niður til að skrifa þessar línur eru örfáir dagar liðnir frá því að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 var lögð fram. 

Það sem stingur einna helst í augum er hinn mikli samdráttur sem orðið hefur í þeim málaflokkum er síst skyldi, heilbrigðismálum, menntamálum og löggæslu.

Samdráttur undanfarinna þriggja ára hefur komið illa niður á sjúklingum og öryrkjum. Almenningur hefur ríkan skilning á því að spara þurfi í heilbrigðiskerfinu og ýmsar sparnaðarleiðir sem farnar hafa verið hafa tekist nokkuð vel. Nú er hins vegar svo komið að varla er hægt að spara meira án þess að það komi verulega niður á þeim sem síst skyldi, langveikum sjúklingum, öryrkjum og öldruðum. 

lesa meira

Það er almennt viðurkennt að líffæragjöf og -ígræðsla er flókin og krefjandi aðgerð sem hefur áhrif á alla sem hlut eiga að máli. Til skamms tíma beindist athyglin fyrst og fremst að læknisfræðilega þættinum en sálfélagslegum og andlegum áhrifum var minni gaumur gefinn. Þó er vitað að þessir þættir geta haft sitt að segja um fjölda gjafara. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að það hefur áhrif á ákvarðanir um líffæragjöf hvernig aðstandendum er sinnt á viðkvæmum augnablikum. Og því er mikilvægt að kynna hugsanlega líffæragjöf fyrir aðstandendum á réttum tíma og á réttan hátt til að þeir geti byggt afstöðu sína á eigin gildismati og trú og virt lífssýn þess látna.

lesa meira

Eða: Er í lagi að slugsa með lífsstílinn og hinir borga reikninginn?

Vitanlega er þetta mál ekki svona klippt og skorið, en sem einstaklingar berum við ábyrgð gagnvart samfélaginu á sama hátt og samfélagið tekur ábyrgð á velferð einstaklinganna.

Flest erum við sammála um að í okkar þjóðfélagi eigi að vera hægt að ganga að góðri heilbrigðisþjónustu vísri ef sjúkdómar knýja dyra. Flest erum við líka sammála um að einstaklingurinn eigi að njóta frelsis að því marki sem það kemur ekki niður á frelsi annarra.

lesa meira

Já – reyndar! Vinsældir drykkja og þeytinga ýmiss konar, sem gerðir eru með því að mauka og þeyta saman mat, svo sem ávexti, grænmeti og fleira, hafa vaxið verulega á síðustu árum. Nú er svo komið að margir fullnægja hluta af orkuþörf sinni með því að drekka slíka drykki í stað þess að tyggja og borða matinn sem fer í drykkinn. Að mörgu leyti er þetta skemmtileg þróun sem eykur fjölbreytni og gefur nýtt bragð, enda hafa blogg og matreiðslubækur verið frábærlega uppáfinningasamar við að koma alls kyns uppskriftum á framfæri. Þetta getur jafnvel orðið til þess að einstaklingur sem áður borðaði lítið af ávöxtum og grænmeti er farinn á fá meira af þeim vegna þess að drykkirnir höfða frekar til hans. Sú þróun er virkilega jákvæð.

lesa meira

Fæðubótarefni eru í tísku, þau eru fjölmörg og mikið auglýst, mörg hver með loforðum um bætta heilsu og árangur. Auk þess er fólkið sem auglýsir þau oftast í mjög flottu formi samkvæmt stöðlum nútíma samfélags. Því má telja nokkuð eðlilegt að fæðubótarefni þyki spennandi og að fólk, sér í lagi yngri kynslóðin, prófi þau, bara til að reyna hvort þau virki og henti. Það getur verið allt í lagi ef um örugg fæðubótarefni er að ræða en ef það endar með því að einstaklingurinn nærist að miklu leyti á dufti, drykkjum og pillum þá hefur skapast tiltekið ójafnvægi sem er ekki gott fyrir heilsuna þegar til lengri tíma er litið.

Það að setjast niður og borða máltíð með öðru fólki er líka hluti af menningu okkar, samveru við aðra og andlegri vellíðan.

lesa meira