Fréttir

Hjartaheill og SÍBS í samstarfi við sveitarfélög og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða munu bjóða Vestfirðingum ókeypis heilsufarsmælingu 24.- 26. maí næstkomandi í stað þeirra sem frestað var 10.-11. maí vegna veðurs. 

Mælingarnar ná til helstu áhættuþáttta lífsstílssjúkdóma þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun og styrkur auk þess sem boðið verður upp á öndunarmælingu fyrir þá sem mælast lágir í súrefnismettun. Jafnframt gefst þátttakendum kostur á að svara lýðheilsukönnun. Fræðsla um lífsstílstengda sjúkdóma verður í boði, hjúkrunarfræðingar frá heilsugæslunni verða á staðnum og veita ráðgjöf og eftirfylgd.  

 Sjá dagskrá fyrir SÍBS Líf og heilsa verkefnið í heilsugæslum í: 

lesa meira

Til úthlutunar eru styrkir, úr sjóði Odds Ólafssonar, til:

  1. Rannsókna á fötlun og fræðslu um hana, og 
  2. rannsóknaverkefna á sviði öndunarfærasjúkdóma og fræðslu um þá. 

Styrkfjárhæðir nema 100-300 þúsund krónum á hvert verkefni sem valið verður. 

Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2017. Úthlutað verður úr sjóðnu á fæðingardegi Odds Ólafssonar, fyrsta yfirlæknis á Reykjalundi, þann 26. apríl 2017.

lesa meira

Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, mun ræða "Stóru myndina í heilbrigðismálum" kl. 12-13, föstudaginn 26. maí í stað erindis sem fyrirhugað var 11. maí síðastliðinn en var frestað vegna veðurs. 

Sjúkdómsbyrði Íslendinga má jafna við að ár hvert glatist af hennar völdum fimmtungur landsframleiðslunnar. Í fyrirlestrinum er notast við gögn frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um „glötuð góð æviár“ vegna sjúkdóms og dauða, og eru gögnin skoðuð á grafískan og gagnvirkan hátt sem gefur afar góða heildarsýn á sjúkdómsbyrðina og ríkuleg tækifæri til umræðu.

SÍBS og aðildarfélög bjóða upp á ókeypis heilsufarsmælingar á heilsugæslum á Vestfjörðum í samstarfi við sveitarfélög og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Mælingarnar eru hluti af SÍBS Líf og heilsa verkefninu

Guðmundur mun í kjölfarið ræða og svara spurningum um erindið og forvarnarststarf SÍBS.

Fundurinn verður haldinn í Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Torfnesi Ísafirði, í fundarsal á 2. hæð.  Jafnframt munum við leitast við að streyma honum á Facebook síðu SÍBS fyrir aðra staði.

lesa meira

Páll Kristinn Pálsson ræðir við Einfríði Árnadóttur röntgenlækni um reynslu hennar af líkamsræktarstöðinni Heilsuborg, sem hefur skapað sér nokkra sérstöðu á þessu sviði með heildstæðri nálgun þar sem m.a. næringarfræði og læknisfræði fléttast saman við líkamsþjálfunina.

„Ég hafði svo sem dinglað í einhverri leikfimi í mörg herrans ár,“ segir Einfríður aðspurð um ástundun sína í heilsurækt í gegnum tíðina. „En svo sá ég auglýst hið heildstæða módel frá Heilsuborg sem kallast Heilsulausnir og fannst það strax höfða mikið til mín. Reyndar tók það mig svolítinn tíma að ákveða að fara að stað með þetta en tók svo loks af skarið og mætti á kynningarfund. Það var mjög áhugaverður fundur, þar sem málin voru rædd frá öllum hliðum og kynnt hin heildstæða nálgun sem Heilsuborg býður upp á. Leikfimistímarnir eru til að mynda sniðnir að allra þörfum, en ekki keyrt eitt og sama prógrammið fyrir allan hópinn.“

lesa meira

UPPFÆRT 11. MAÍ:

MÆLINGUM Á ÍSAFIRÐI, ÞINGEYRI, FLATEYRI, SUÐUREYRI, BOLUNGARVÍK OG SÚÐAVÍK ER FRESTAÐ UM ÓÁKVEÐINN TÍMA VEGNA VEÐURS.

Hjartaheill og SÍBS í samstarfi við sveitarfélög og Heilbrigðisstofnanir Vestfjarða og Vesturlands munu bjóða Vestfirðingum ókeypis heilsufarsmælingu 9.-12. maí næstkomandi.

Mælingarnar ná til helstu áhættuþáttta lífsstílssjúkdóma þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun og styrkur auk þess sem boðið verður upp á öndunarmælingu fyrir þá sem mælast lágir í súrefnismettun. Jafnframt gefst þátttakendum kostur á að svara lýðheilsukönnun. Fræðsla um lífsstílstengda sjúkdóma verður í boði, hjúkrunarfræðingar frá heilsugæslunni verða á staðnum og veita ráðgjöf og eftirfylgd.  

Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS mun að þessu tilefni halda erindi um "Stóru myndina í heilbrigðismálum" í Fræðslumiðstöð Vestfjarða Ísafirði 11. maí kl. 12-13.  Fjarfundur verður á Patreksfirði. 

 Sjá dagskrá fyrir SÍBS Líf og heilsa verkefnið í heilsugæslum í: 

lesa meira

SÍBS blaðið er komið út en yfirskrift þess er "Hvar eru forvarnirnar?".  Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS, Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor, Björn Geir Leifsson læknir, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri hjá Landlækni ofl. fjalla um forvarnir frá ólíkum sjónarhornum. 

Í leiðara Guðmundar Löve kemur fram að því seinna sem gripið er inn í sjúkdómsferli því dýrari verður íhlutunin. Hvert mannár sem glatast vegna ótímabærs dauða, örorku eða skerðingar af völdum lífsstílstengdra sjúkdóma kostar samfélagið um sjö milljónir króna. Heilsufarsskaði Íslendinga nemur 420 milljörðum á ári sé miðað við verga landsframleiðslu á mann og „glötuð góð æviár“ eins og þau eru mæld af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.  Heilsufarsskaðinn samsvarar því 19% af vergri landsframleiðslu Íslendinga. Fyrir hvert prósentustig sem tækist að minnka heilsufarsskaðann um áynnust þannig 4,2 milljarðar króna. Það blasir þó við að meðan útgjöld til beinna forvarna eru aðeins um 1% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála er einhvers staðar pottur brotinn.

Taktu þátt í 100 km áskoruninni! Hún felst í því að þátttakendur stefna að því að ganga 100 km á 28 dögum frá síðasta vetrardegi 19. apríl og inn í sumarið til 17. maí 2017. Það er nóg að ganga 3,6 km á dag til að standast áskorunina. Sumir vilja ganga á jafnsléttu á meðan aðrir vilja ganga á fjöll. Þetta er ekki keppni á milli fólks eða liða, þetta er áskorun fyrir sjálfan þig og tækifæri fyrir aðra til að hvetja þig áfram. 

 Hægt er að blanda saman mismunandi tegundum hreyfingar. 

lesa meira

SÍBS og aðildarfélög hafa í vetur boðið íbúum Vesturlands ókeypis heilsufarsmælingar og ráðgjöf tengda lífsstíl. Alls þáðu 734 einstaklingar á Vesturlandi ókeypis mælingu á blóðþrýstingi, blóðfitu, blóðsykri og súrefnismettun. Mælt var á Akranesi, Borgarnesi, Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi í verkefni sem lauk um helgina í ferð um Snæfellsnes.

Bæjarstjórar sveitarfélaganna á Snæfellsnesi opnuðu mælingarnar og voru afar ánægðir með framtakið, Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar (sjá mynd) var sáttur við útkomuna úr sinni mælingu og þakkaði hana daglegum gönguferðum sem væru góðar bæði fyrir líkama og sál.  Hjúkrunarfræðingar á heilsugæsluna veittu ráðgjöf og eftirfylgd og bókuðu tíma í læknisskoðun á staðnum þegar ástæða þótti til. 

lesa meira