Fréttir

SÍBS Líf og heilsa býður íbúum í Vestmannaeyjum í heilsufarsmælingu fimmtudaginn 26. apríl næstkomandi í félagsheimilinu Kviku við Heiðarveg (3. hæð) kl. 12-17.  

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd. 

Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í lýðheilsukönnun sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilsu.

Stuðningsnet sjúklingafélaganna er nýr vettvangur fyrir jafningjastuðning fyrir þá sem hafa greinst með sjúkdóm og aðstandendur þeirra. Að Stuðningsnetinu standa fjórtán hagsmunasamtök sjúklinga á Íslandi og fleiri eru væntanleg til samstarfsins.

Stofnfundur félags um Stuðningsnetið verður haldinn fimmtudaginn 18. janúar kl. 18:00 í Hásal Setursins, Hátúni 10b Reykjavík (vesturendi) og mun Birgir Jakobsson landlæknir flytja opnunarávarp. 

lesa meira

logo darkSjóður Odds Ólafssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki til: 

(a) Rannsókna á fötlun og fræðslu um hana, og
(b) rannsókna á sviði öndunarfærasjúkdóma og fræðslu um þá.

Styrkfjárhæðir nema 100 – 300 þúsund krónum á hvert verkefni sem valið verður.

Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl 2018. Umsóknir sendist á netfangið oddssjodur hjá sibs.is.

SÍBS verður 80 ára 2018 og að því tilefni verður í næsta SÍBS blaði farið yfir sögu samtakanna auk þess sem þar verða kynnt verða helstu verkefni, rekstrareiningar og aðildarfélög. SÍBS á og rekur ReykjalundMúlalund, SÍBS Verslun og Happdrætti SÍBS. Aðildarfélög SÍBS eru Hjartaheill, Berklavörn, Samtök lungnasjúklingar, Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Vífill og Sjálfsvörn.  

Helstu verkefni SÍBS og Reykjalundar snúa að endurhæfingu, fræðslu og forvörnum gegn langvinnum og lífsstílstengdum sjúkdómum. Í verkefninu SÍBS Líf og heilsa bjóða SÍBS, aðildarfélög og Samtök sykursjúkra landsmönnum upp á heilsufarsmælingar í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. SÍBS býður upp á fjölbreytt námskeið tengd heilsueflingu og hlaut í október viðurkenningu sem framhaldsfræðsluaðili.  

lesa meira

Páll Kristinn Pálsson ræðir við Guðmund Löve, framkvæmdastjóra SÍBS, um helstu áherslur og framtíðarsýn í starfi samtakanna á þessum merku tímamótum í sögu þeirra.

„Á þeim 80 árum sem liðin eru frá stofnun SÍBS hefur mjög margt breyst í samfélaginu,“ segir Guðmundur þegar við hittumst yfir kaffibolla í höfuðstöðvunum að Síðumúla 6 í Reykjavík. „Í upphafi snerist allt starfið um að sigrast á berklunum, en helstu verkefni okkar í dag lúta að heilbrigði og lýðheilsu á alla lund, einkum með tilliti til langvinnra lífsstílstengdra sjúkdóma. Það hefur þó ekki breyst að við berum áfram heilbrigði þjóðarinnar fyrir brjósti og við viljum snerta á flestum áhrifaþáttum bættrar heilsu.“

lesa meira

SÍBS og Hjartaheill hafa um margra ára skeið gengist fyrir reglulegum mælingum á blóðþrýstingi og blóðgildum víða um land sem lið í vitundarvakningu um hjarta- og æðasjúkdóma. Samtök sykursjúkra og Samtök lungnasjúklinga bætust í hópinn 2017 sem lið í sínu forvarnarstarfi og þjónustu við landsbyggðina.

Í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og sveitarfélög í landshlutanum verður boðið upp á heilsufarsmælingu á eftirfarandi stöðum í janúar:

lesa meira

SÍBS og Hjartaheill hafa um margra ára skeið gengist fyrir reglulegum mælingum á blóðþrýstingi og blóðgildum víða um land sem lið í vitundarvakningu um hjarta- og æðasjúkdóma. Samtök sykursjúkra og Samtök lungnasjúklinga bætust í hópinn 2017 sem lið í sínu forvarnarstarfi og þjónustu við landsbyggðina.

Í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) og sveitarfélög á Suðurnesjum verður boðið upp á heilsufarsmælingu á eftirfarandi stöðum í febrúar:

lesa meira

Edda Sif Pálsdóttir dagskrárgerðarkona í Landanum fjallaði um og tók þátt í ókeypis heilsufarsmælingu í Hveragerði fimmtudaginn 23. nóvember síðastliðinn. Umfjöllun um verkefnið var síðan í Landanum á sunnudagskvöldið. 

SÍBS og Hjartaheill hafa um margra ára skeið gengist fyrir reglulegum mælingum á blóðþrýstingi og blóðgildum víða um land sem lið í vitundarvakningu um hjarta- og æðasjúkdóma. Samtök sykursjúkra bætust í hópinn haustið 2017 sem lið í sínu forvarnarstarfi og þjónustu við landsbyggðina. 

lesa meira