Fréttir

Hollvinasamtök Reykjalundar gáfu endurhæfingarstofnuninni nýlega 17 vönduð rúm úr 100% náttúrulegum efnum frá sænska fyrirtækinu Hästens ásamt yfirdýnum, dúnsængum og koddum. Rúmin hafa þegar verið sett upp í herbergjum fyrir dvalargesti á Reykjalundi í stað eldri og um margt úr sér genginna rúma sem þar voru áður.

Verðmæti gjafarinnar er um 2,8 milljónir króna og hafa Hollvinasamtökin nú afhent Reykjalundi búnað fyrir rúmlega tíu milljónir króna á þessu ári.

lesa meira

Haustáskorun SÍBS og gönguhópsins Vesens og vergangs lauk um síðustu helgi. Boðið var upp á 6 göngur auk þess sem ýmsum fróðleik um náttúru, sögu og umhverfi var miðlað. Alls tóku 237 manns þátt í göngunun. 

Þátttakendur fengu ráðgjöf varðandi búnað og voru hvattir til að ganga að minnsta kosti þrisvar í viku. Margir settu sér markmið um aukna hreyfingu sem þeir fylgdu og fundu fljótlega mun á sér. 

Ágætis veður var í flestum göngunum sem enduðu með dagsferð um Vindáshlíð í Brynjudal, sjá mynd frá Rannveigu Traustadóttur göngugarpi úr Brynjudal. 

Íbúum í Hveragerði, Ölfusi, Þorlákshöfn og á Laugarvatni er boðið í ókeypis heilsufarsmælingu í Heilsugæslustöðinni Hveragerði, Breiðmörk 25b fimmtudaginn 23. nóvember kl. 08–16.

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd. 

Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.

Mælingar á Selfossi, Vík, Kirkjubæjarklaustri, Vestmannaeyjum, Hellu og/eða Hvolsvelli verða eftir áramót. 

Menntamálastofnun hefur samþykkt umsókn SÍBS um að hljóta viðurkenningu sem framhaldsfræðsluaðili í samræmi við lög 27/2010 um Framhaldsfræðslu. Í slíkri viðurkenningu felst staðfesting á að starfsemi fræðsluaðilans uppfylli almenn skilyrði lagana.

SÍBS bætist þar með í fjölbreyttan hóp framhaldsfræðsluaðila á Íslandi og getur tekið enn virkari þátt í þróun á námi fyrir fullorðina með áherslu á forvarnir og lýðheilsu.  SÍBS býður upp á fjölbreytt námskeið tengd heilsu og lífsstíl þar á meðal Reykjalundarnámskeið SÍBS sem eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í endurhæfingu á Reykjalundi.  

lesa meira

Astma- og ofnæmisfélag Íslands (AO) stendur fyrir enn einu af sínum vinsælu námskeiðum um eldun ofnæmisfæðis í Menntaskólanum  í Kópavogi dagana 22. og 23. nóvember. Fyrri daginn er bóklegt námskeið sem  stendur frá kl. 13-15:30 en seinni daginn er fyrirhugað að byrja kl. 13, en einnig má ræða hvort að tímasetningin frá kl. 15:00-18:30 hentar betur, verður það ákveðið þegar ljóst er með skráningu og óskir meirihluta þátttakenda.

Meginmarkmiðið með námskeiðinu er að bjóða upp á faglega fræðslu um fæðuofnæmi, alvarleika þess og hvernig tryggja megi góða og holla næringu. Það getur verið flókið að tryggja öruggt fæði og umhverfi fyrir einstakling með fæðuofnæmi. Ljóst er að næringarefni geta orðið af skornum skammti þegar fæðuofnæmi er til staðar og felst fræðslan m.a. í því að fara yfir hvaða fæðutegundir geta komið í staðinn fyrir mjöl, korn, mjólk, egg, fisk, hnetur o.fl. til að fullnægja orku- og næringarlegum þörfum og skapa fjölbreytni í fæðu barna og fullorðinna. Verklegi hlutinn felur í sér eldun og bakstur ýmissa rétta og útfærsla uppskrifta á mismunandi máta eftir því hvaða ofnæmi er um að ræða.

lesa meira

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Hjartaheill, Samtökum lungnasjúklinga og Samtökum sykursjúkra bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.

Boðið verður upp á heilsufarsmælingar á Norðurlandi Vestra 16.-18. október: 

lesa meira

Páll Kristinn Pálsson ræðir við Ragnar Frey Ingvarsson lyf- og gigtarlækni, en gigtarlæknar eru þeir sem sérhæfa sig í bólgumí mannslíkamanum.

SÍBS BLAÐIÐ 33. árg. 3. tbl. október 2017

„Við búum við íslenskt tungutak þar sem ýmsir sjúkdómar eru flokkaðir sem bólgusjúkdómar en þegar grannt er skoðað er ekki um neinar bólgur að ræða,“ segir Ragnar Freyr þegar ég spyr hvar bólgur sé helst að finna.„  Hugtakið bólga í læknisfræðinni er alveg ákveðið skilgreint fyrirbæri.  Það er að ónæmiskerfi líkamans ræðst á eitthvað sem það túlkar sem óvin sinn, hvort sem það er eigin vefur, framandi vefur, bakteríur, veirur, sveppir eða æxli. Við þá árás myndast ákveðinn þroti, fyrirferð, hiti, verkur og svo gjarnan einhver starfræn truflun. Þetta er það sem kallast bólga í skilningi læknisfræðinnar.“

lesa meira

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt aðildarfélögum og Samtökum sykursjúkra bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.

Í byrjun október verður boðið upp á mælingar á Norðurlandi:

lesa meira