Fréttir

Haustáskorun SÍBS og Vesens og vergangs hefst miðvikudaginn 30. ágúst í SÍBS Verslun Síðumúla 6. Markmiðið er að fá sem flesta til að koma í göngur og bjóða sérstaklega velkomna þá sem hafa lítið gengið eða eru að snúa til baka eftir langt hlé.

Göngurnar eru stuttar til að byrja með og lengjast svo smátt og smátt og endar með dagsferð. Fólk er hvatt til að endurtaka göngu vikunnar tvisvar sinnum áður en kemur að næstu göngu. Göngurnar eru á miðvikudagskvöldum hefjast kl. 18:35 og standa í 1,5-2,5 klst. 

Þátttakendur fá 25% afslátt af 1000mile göngusokkunum í SÍBS Verslun miðvikudaginn 30. ágúst. 

lesa meira

Okkar bestu þakkir til Vestfirðinga fyrir samstarfið og stuðninginn í tengslum við "SÍBS Líf og heilsa" á Vestfjörðum. Samtals þáðu 842 Vestfirðingar 18 ára og eldri heilsufarsmælingu í þeim 12 bæjum og þorpum sem við heimsóttum eða ríflega 15% íbúa. Þess má geta að ríflega 58% íbúa á Drangsnesi mætti í mælingu sem er metþátttaka.

Það að við þurftum að fresta mælingum á norðurfjörðum 10.-11. maí virtist ekki hafa haft teljandi áhrif á aðsóknina nema síður sé. Það sem skiptir okkur mestu máli var að við náðum til fjölda einstaklinga sem voru ómeðvitaðir um háþrýsting eða of há gildi blóðfitu eða blóðsykurs, einstaklinga sem fengu í kjölfarið ráðgjöf frá hjúkrunarfræðingum heilsugæslunnar.

Meðfylgjandi er skýrsla um niðurstöður mælinga á Vestfjörðum. Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS og höfundur skýrslunnar svara spurningum vegna hennar. 

Félag fagfólks um offitu (FFO) stendur fyrir ráðstefnunni "Heilsan á vogarskálarnar, heiðarlegt samtal um offitu!" sem verður haldin í Salnum í Kópavogi mánudaginn 18. september næstkomandi kl. 10 –17.  Fyrir hádegi mun fagfólk sem stundar rannsóknir á offitu kynna rannsóknir sínar og niðurstöður en eftir hádegi verða í boði fjölbreyttir fyrirlestrar ætlaðir öllum þeim sem áhuga hafa á heilbrigðum lífsstíl. Skráning í síma 697 4545. Verð 9.900 kr.

lesa meira

Hjartaheill og SÍBS í samstarfi við sveitarfélög og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða munu bjóða Vestfirðingum ókeypis heilsufarsmælingu 24.- 26. maí næstkomandi í stað þeirra sem frestað var 10.-11. maí vegna veðurs. 

Mælingarnar ná til helstu áhættuþáttta lífsstílssjúkdóma þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun og styrkur auk þess sem boðið verður upp á öndunarmælingu fyrir þá sem mælast lágir í súrefnismettun. Jafnframt gefst þátttakendum kostur á að svara lýðheilsukönnun. Fræðsla um lífsstílstengda sjúkdóma verður í boði, hjúkrunarfræðingar frá heilsugæslunni verða á staðnum og veita ráðgjöf og eftirfylgd.  

 Sjá dagskrá fyrir SÍBS Líf og heilsa verkefnið í heilsugæslum í: 

lesa meira

Páll Kristinn Pálsson ræðir við Laufeyju Steingrímsdóttur, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, sem hefur um áratuga skeið verið einn helsti næringar- og matvælafræðingur þjóðarinnar.

„Ég byrjaði reyndar nám í líffræði og náttúrufræði,“ segir Laufey spurð um hvenær áhugi hennar vaknaði á næringarfræðinni. „Og það er svo langt síðan að það var ekki einu sinni byrjað að kenna náttúrufræði við Háskóla Íslands. Ég fór því eftir stúdentsprófið út að læra hana, til Seattle í Bandaríkjunum. Þar eignaðist ég mann og það hafði náttúrulega heldur betur áhrif á lífshlaupið. En ég heillaðist ekki af næringarfræði fyrr en seinna. Eftir nokkur ár úti með BS í líffræði kom ég heim og kenndi við Menntaskólann við Hamrahlíð um tíma. Þetta var upp úr 1970. Einn samkennara minna þar var Jón Óttar Ragnarsson og það má segja að hann hafi átt sinn þátt í að kveikja áhuga minn á næringarfræðinni. Ég fór svo aftur út til Bandaríkjanna, til mannsins míns sem er lögfræðingur og var þá farinn að starfa í New York. Þar innritaði ég mig í framhaldsnám í næringarfræði við Columbiaháskólann.

lesa meira

Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, mun ræða "Stóru myndina í heilbrigðismálum" kl. 12-13, föstudaginn 26. maí í stað erindis sem fyrirhugað var 11. maí síðastliðinn en var frestað vegna veðurs. 

Sjúkdómsbyrði Íslendinga má jafna við að ár hvert glatist af hennar völdum fimmtungur landsframleiðslunnar. Í fyrirlestrinum er notast við gögn frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um „glötuð góð æviár“ vegna sjúkdóms og dauða, og eru gögnin skoðuð á grafískan og gagnvirkan hátt sem gefur afar góða heildarsýn á sjúkdómsbyrðina og ríkuleg tækifæri til umræðu.

SÍBS og aðildarfélög bjóða upp á ókeypis heilsufarsmælingar á heilsugæslum á Vestfjörðum í samstarfi við sveitarfélög og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Mælingarnar eru hluti af SÍBS Líf og heilsa verkefninu

Guðmundur mun í kjölfarið ræða og svara spurningum um erindið og forvarnarststarf SÍBS.

Fundurinn verður haldinn í Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Torfnesi Ísafirði, í fundarsal á 2. hæð.  Jafnframt munum við leitast við að streyma honum á Facebook síðu SÍBS fyrir aðra staði.

lesa meira

„Mataræði, hverju get ég trúað?“ er yfirskrift nýjasta SÍBS blaðsins.

Í leiðara Guðmundar Löve framkvæmdastjóra SÍBS kemur fram að slæmt mataræði er stærsti einstaki áhættuþáttur lífsstílstengdra sjúkdóma.  Guðmundur setur fram tvíþætta hugmynd: Að afnema virðisaukaskatt alfarið af matvörum sem bera hið samnorræna hollustumerki Skráargatið, og færa á móti sykraðar vörur upp í efra virðisaukaskattsstigið í samræmi við ábendingar frá Embætti landlæknis. Skráargatið má finna á langflestum vöruflokkum, allt frá hreinum, óunnum matvælum á borð við kjöt og fisk, yfir í tilbúna rétti, morgunkorn, mjólkurvörur, brauð, viðbit og álegg. Vörur geta borið skráargatið ef þau uppfylla kröfur um minni og hollari fitu, minna salt, minni sykur, og meiri trefjar og heilkorn.

lesa meira

UPPFÆRT 11. MAÍ:

MÆLINGUM Á ÍSAFIRÐI, ÞINGEYRI, FLATEYRI, SUÐUREYRI, BOLUNGARVÍK OG SÚÐAVÍK ER FRESTAÐ UM ÓÁKVEÐINN TÍMA VEGNA VEÐURS.

Hjartaheill og SÍBS í samstarfi við sveitarfélög og Heilbrigðisstofnanir Vestfjarða og Vesturlands munu bjóða Vestfirðingum ókeypis heilsufarsmælingu 9.-12. maí næstkomandi.

Mælingarnar ná til helstu áhættuþáttta lífsstílssjúkdóma þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun og styrkur auk þess sem boðið verður upp á öndunarmælingu fyrir þá sem mælast lágir í súrefnismettun. Jafnframt gefst þátttakendum kostur á að svara lýðheilsukönnun. Fræðsla um lífsstílstengda sjúkdóma verður í boði, hjúkrunarfræðingar frá heilsugæslunni verða á staðnum og veita ráðgjöf og eftirfylgd.  

Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS mun að þessu tilefni halda erindi um "Stóru myndina í heilbrigðismálum" í Fræðslumiðstöð Vestfjarða Ísafirði 11. maí kl. 12-13.  Fjarfundur verður á Patreksfirði. 

 Sjá dagskrá fyrir SÍBS Líf og heilsa verkefnið í heilsugæslum í: 

lesa meira