Fréttir

SÍBS og Hjartaheill hafa um margra ára skeið gengist fyrir reglulegum mælingum á blóðþrýstingi og blóðgildum víða um land sem lið í vitundarvakningu um hjarta- og æðasjúkdóma. Samtök sykursjúkra og Samtök lungnasjúklinga bætust í hópinn 2017 sem lið í sínu forvarnarstarfi og þjónustu við landsbyggðina.

Í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) og sveitarfélög á Suðurnesjum verður boðið upp á heilsufarsmælingu á eftirfarandi stöðum í febrúar:

lesa meira

Edda Sif Pálsdóttir dagskrárgerðarkona í Landanum fjallaði um og tók þátt í ókeypis heilsufarsmælingu í Hveragerði fimmtudaginn 23. nóvember síðastliðinn. Umfjöllun um verkefnið var síðan í Landanum á sunnudagskvöldið. 

SÍBS og Hjartaheill hafa um margra ára skeið gengist fyrir reglulegum mælingum á blóðþrýstingi og blóðgildum víða um land sem lið í vitundarvakningu um hjarta- og æðasjúkdóma. Samtök sykursjúkra bætust í hópinn haustið 2017 sem lið í sínu forvarnarstarfi og þjónustu við landsbyggðina. 

lesa meira

Stuðningsnet sjúklingafélaganna er nýr vettvangur fyrir jafningjastuðning fyrir þá sem hafa greinst með sjúkdóm og aðstandendur þeirra. Að Stuðningsnetinu standa fjórtán hagsmunasamtök sjúklinga á Íslandi og fleiri eru væntanleg til samstarfsins.

Stofnfundur félags um Stuðningsnetið verður haldinn fimmtudaginn 18. janúar kl. 18:00 í Hásal Setursins, Hátúni 10b Reykjavík (vesturendi) og mun Birgir Jakobsson landlæknir flytja opnunarávarp. 

lesa meira

Hollvinasamtök Reykjalundar gáfu endurhæfingarstofnuninni nýlega 17 vönduð rúm úr 100% náttúrulegum efnum frá sænska fyrirtækinu Hästens ásamt yfirdýnum, dúnsængum og koddum. Rúmin hafa þegar verið sett upp í herbergjum fyrir dvalargesti á Reykjalundi í stað eldri og um margt úr sér genginna rúma sem þar voru áður.

Verðmæti gjafarinnar er um 2,8 milljónir króna og hafa Hollvinasamtökin nú afhent Reykjalundi búnað fyrir rúmlega tíu milljónir króna á þessu ári.

lesa meira

SÍBS verður 80 ára 2018 og að því tilefni verður í næsta SÍBS blaði farið yfir sögu samtakanna auk þess sem þar verða kynnt verða helstu verkefni, rekstrareiningar og aðildarfélög. SÍBS á og rekur ReykjalundMúlalund, SÍBS Verslun og Happdrætti SÍBS. Aðildarfélög SÍBS eru Hjartaheill, Berklavörn, Samtök lungnasjúklingar, Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Vífill og Sjálfsvörn.  

Helstu verkefni SÍBS og Reykjalundar snúa að endurhæfingu, fræðslu og forvörnum gegn langvinnum og lífsstílstengdum sjúkdómum. Í verkefninu SÍBS Líf og heilsa bjóða SÍBS, aðildarfélög og Samtök sykursjúkra landsmönnum upp á heilsufarsmælingar í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. SÍBS býður upp á fjölbreytt námskeið tengd heilsueflingu og hlaut í október viðurkenningu sem framhaldsfræðsluaðili.  

lesa meira

Íbúum í Hveragerði, Ölfusi, Þorlákshöfn og á Laugarvatni er boðið í ókeypis heilsufarsmælingu í Heilsugæslustöðinni Hveragerði, Breiðmörk 25b fimmtudaginn 23. nóvember kl. 08–16.

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd. 

Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.

Mælingar á Selfossi, Vík, Kirkjubæjarklaustri, Vestmannaeyjum, Hellu og/eða Hvolsvelli verða eftir áramót. 

SÍBS og Hjartaheill hafa um margra ára skeið gengist fyrir reglulegum mælingum á blóðþrýstingi og blóðgildum víða um land sem lið í vitundarvakningu um hjarta- og æðasjúkdóma. Samtök sykursjúkra og Samtök lungnasjúklinga bætust í hópinn 2017 sem lið í sínu forvarnarstarfi og þjónustu við landsbyggðina.

Í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og sveitarfélög í landshlutanum verður boðið upp á heilsufarsmælingu á eftirfarandi stöðum í janúar:

lesa meira

Astma- og ofnæmisfélag Íslands (AO) stendur fyrir enn einu af sínum vinsælu námskeiðum um eldun ofnæmisfæðis í Menntaskólanum  í Kópavogi dagana 22. og 23. nóvember. Fyrri daginn er bóklegt námskeið sem  stendur frá kl. 13-15:30 en seinni daginn er fyrirhugað að byrja kl. 13, en einnig má ræða hvort að tímasetningin frá kl. 15:00-18:30 hentar betur, verður það ákveðið þegar ljóst er með skráningu og óskir meirihluta þátttakenda.

Meginmarkmiðið með námskeiðinu er að bjóða upp á faglega fræðslu um fæðuofnæmi, alvarleika þess og hvernig tryggja megi góða og holla næringu. Það getur verið flókið að tryggja öruggt fæði og umhverfi fyrir einstakling með fæðuofnæmi. Ljóst er að næringarefni geta orðið af skornum skammti þegar fæðuofnæmi er til staðar og felst fræðslan m.a. í því að fara yfir hvaða fæðutegundir geta komið í staðinn fyrir mjöl, korn, mjólk, egg, fisk, hnetur o.fl. til að fullnægja orku- og næringarlegum þörfum og skapa fjölbreytni í fæðu barna og fullorðinna. Verklegi hlutinn felur í sér eldun og bakstur ýmissa rétta og útfærsla uppskrifta á mismunandi máta eftir því hvaða ofnæmi er um að ræða.

lesa meira